Frétt
Skordýr í kjúklingabaunum – Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Skordýr fundust í Sólgæti kjúklingabaunum
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. vegna þess að skordýr fundust í vörunni. Heilsa sem flytur inn vöruna innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Sólgæti
- Vöruheiti: Kjúklingabaunir
- Best fyrir dagsetning: 31.07.2021
- Strikamerki: 5024425282945
- Nettómagn: 500g
- Framleiðandi: Pakkað í Bretlandi af The Health Store fyrir Heilsu ehf.
- Upprunaland: Tyrkland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Melabúðin, verslanir Samkaupa, Nettó
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga/skila.
Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir selleríi við neyslu á Mexíkóskri súpu sem fyrirtækið Ora ehf. framleiðir. Varan inniheldur sellerí sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Ora
- Vöruheiti: Mexíkósk súpa
- Strikamerki: 5 690519 222502
- Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.f. 16.03.2024 – L31873
- Dreifing: Verslanir um land allt
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt.
Samsett mynd: mast.is
-
Starfsmannavelta23 klukkustundir síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum