Frétt
Skordýr í kjúklingabaunum – Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Skordýr fundust í Sólgæti kjúklingabaunum
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. vegna þess að skordýr fundust í vörunni. Heilsa sem flytur inn vöruna innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Sólgæti
- Vöruheiti: Kjúklingabaunir
- Best fyrir dagsetning: 31.07.2021
- Strikamerki: 5024425282945
- Nettómagn: 500g
- Framleiðandi: Pakkað í Bretlandi af The Health Store fyrir Heilsu ehf.
- Upprunaland: Tyrkland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Melabúðin, verslanir Samkaupa, Nettó
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga/skila.
Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir selleríi við neyslu á Mexíkóskri súpu sem fyrirtækið Ora ehf. framleiðir. Varan inniheldur sellerí sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Ora
- Vöruheiti: Mexíkósk súpa
- Strikamerki: 5 690519 222502
- Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.f. 16.03.2024 – L31873
- Dreifing: Verslanir um land allt
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt.
Samsett mynd: mast.is
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






