Frétt
Skordýr í kjúklingabaunum – Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Skordýr fundust í Sólgæti kjúklingabaunum
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. vegna þess að skordýr fundust í vörunni. Heilsa sem flytur inn vöruna innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Sólgæti
- Vöruheiti: Kjúklingabaunir
- Best fyrir dagsetning: 31.07.2021
- Strikamerki: 5024425282945
- Nettómagn: 500g
- Framleiðandi: Pakkað í Bretlandi af The Health Store fyrir Heilsu ehf.
- Upprunaland: Tyrkland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Melabúðin, verslanir Samkaupa, Nettó
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga/skila.
Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir selleríi við neyslu á Mexíkóskri súpu sem fyrirtækið Ora ehf. framleiðir. Varan inniheldur sellerí sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Ora
- Vöruheiti: Mexíkósk súpa
- Strikamerki: 5 690519 222502
- Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.f. 16.03.2024 – L31873
- Dreifing: Verslanir um land allt
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt.
Samsett mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa