Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skellti í Argentínu hvítlaukssósu í miðri keyrslu
„Meistarinn sjálfur að búa til Argentínu hvítlaukssósu. Nýbakað sykurlaust brauð með hvítlaukssósu er geggjað “combo”.
Þessi facebook færsla var birt á Finnsson Bistro með meðfylgjandi mynd af Óskari Finnsyni matreiðslumeistara, en hann skellti í þessa frægu hvítlaukssósu í miðri keyrslu.
Eins og þekkt er, þá bauð Óskar upp á þessa frægu hvítlaukssósu þegar hann rak veitingastaðinn Argentínu hér á árum áður.
„Ég geri hana með tilfinningunni ekki vigtinni, þangað til ég finn Argentínu bragðið.“
Sagði Óskar í samtali við veitingageirinn.is, en hann var staddur á Seyðisfirði þegar við heyrðum í honum, en þar fór fram 40 ára fermingarafmæli í hans árgangi. Óskar er fæddur á Seyðisfirði árið 1967. Hann ólst þar upp til 16 ára aldurs, en fór þá suður til að nema matreiðslu.
Fermingarafmælið var haldið í félagsheimilinu á Seyðisfirði og að sjálfsögðu sá Óskar um að eldamennskuna með góðum vinum.
„Mjög góðar móttökur og miklu meira en við þorðum að vona,“
sagði Óskar aðspurður um hvernig gengið hefur verið á Finnsson Bistro frá formlegri opnun veitingastaðarins.
Sjá einnig:
Finnsson Bistro opnar formlega í dag – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fleiri fréttir: Finnsson Bistro
Mynd: facebook / Finnsson Bistro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






