Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skellti í Argentínu hvítlaukssósu í miðri keyrslu
„Meistarinn sjálfur að búa til Argentínu hvítlaukssósu. Nýbakað sykurlaust brauð með hvítlaukssósu er geggjað “combo”.
Þessi facebook færsla var birt á Finnsson Bistro með meðfylgjandi mynd af Óskari Finnsyni matreiðslumeistara, en hann skellti í þessa frægu hvítlaukssósu í miðri keyrslu.
Eins og þekkt er, þá bauð Óskar upp á þessa frægu hvítlaukssósu þegar hann rak veitingastaðinn Argentínu hér á árum áður.
„Ég geri hana með tilfinningunni ekki vigtinni, þangað til ég finn Argentínu bragðið.“
Sagði Óskar í samtali við veitingageirinn.is, en hann var staddur á Seyðisfirði þegar við heyrðum í honum, en þar fór fram 40 ára fermingarafmæli í hans árgangi. Óskar er fæddur á Seyðisfirði árið 1967. Hann ólst þar upp til 16 ára aldurs, en fór þá suður til að nema matreiðslu.
Fermingarafmælið var haldið í félagsheimilinu á Seyðisfirði og að sjálfsögðu sá Óskar um að eldamennskuna með góðum vinum.
„Mjög góðar móttökur og miklu meira en við þorðum að vona,“
sagði Óskar aðspurður um hvernig gengið hefur verið á Finnsson Bistro frá formlegri opnun veitingastaðarins.
Sjá einnig:
Finnsson Bistro opnar formlega í dag – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fleiri fréttir: Finnsson Bistro
Mynd: facebook / Finnsson Bistro
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar11 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






