Starfsmannavelta
Skelfiskmarkaðnum lokað
Veitingastaðurinn Skelfiskmarkaðurinn hefur hætt rekstri en staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Skelfiskmarkaðurinn er að hluta í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Rósu Sætran, sem í félagi við aðra á veitingastaðina Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, en þeir hafa verið með vinsælustu veitingastöðum landsins um árabil og eru enn. Veitingastaðirnir þrír eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins.
Rekstur Skelfiskmarkaðarins gekk vel eftir opnun en í nóvember tók að halla undan fæti þegar fjöldi gesta staðarins veiktust af nóróveiru eftir að hafa borðað þar skelfisk. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna atviksins, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum.
Hrefna Rósa segir sig og samstarfsfólk sitt hafa gert allt hvað þau gátu til að halda staðnum gangandi, en því miður hafi hún og viðskiptafélagar hennar á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum.
„Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“
segir Hrefna í tilkynningu.
Skelfiskmarkaðurinn er einn glæsilegasti veitingastaður landsins og segir Hrefna að hún sé viss um að reksturinn hefði gengið vel ef atvikið hefði ekki komið upp í nóvember.
„Ég er stolt af því sem okkur tókst að gera með staðinn og sé ekki eftir því að hafa farið í þetta verkefni. Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu“.
Mynd: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði