Vertu memm

Frétt

Skál hlýtur Bib Gourmand viðurkenningu frá Michelin | Dill missir Michelin stjörnuna

Birting:

þann

Hlemmur Mathöll - Skál

Skál á Hlemmi hlaut Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði.
Mynd: facebook / Skál

Í dag var kynnt hvaða veitingastaðir fengu hina virtu viðurkenningu frá Michelin í Norðurlöndunum, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Viðburðurinn fór fram í Tónlistarhúsinu í Árósum í Danmörku, en þar voru um 500 gestir samankomnir, veitingamenn, kokkar og fjölmiðlar.

Þrír veitingastaðir fengu nýjar 2ja Michelin stjörnur, Gastrologik í Stokkhólmi þar sem Jacob Holmström og Anton Bjuhr eru við stjórnvölinn. Veitingastaðurinn KOKS, undir stjórn yfirmatreiðslumeistarans Poul Andrias Zisca í Færeyjum og Noma í Kaupmannahöfn sem eru í eigu matreiðslumeistarans René Redzepi. Til gamans má geta að Barði og Víðir hefja störf hjá KOKS í sumar, sjá nánar hér.

Fjórar nýjar eins Michelin stjörnu veitingastaðir eru á þessu ári, FAGN og Credo í Noregi, Alouette í Kaupmannahöfn og Palace í Helsinki. Dill í Reykjavík var á meðal þeirra veitingastaða sem misstu Michelin stjörnu sína.

Skál á Hlemmi sem að Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslmeistari og einn eigenda Skálar m.a. stjórnar, hlaut Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði, að auki fékk veitingastaðurinn Selma í Kaupmannahöfn Bib Gourmand viðurkenninguna og Moment í Rønde í Danmörku.

Sjá einnig: Níu íslenskir veitingastaðir með viðurkenningu frá Michelin

Michelin listinn í heild sinni

MICHELIN á Norðurlöndum 2019 í hnotskurn:

Þrír veitingastaðir með 3 stjörnur
10 veitingastaðir með 2 stjörnur
51 veitingastaðir með 1 stjörnu
34 Bib Gourmand veitingastaðir

MICHELIN Guide Nordic Countries 2019

MICHELIN Guide Nordic Countries 2019

MICHELIN Guide Nordic Countries 2019

MICHELIN Guide Nordic Countries 2019

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið