Frétt
Skál hlýtur Bib Gourmand viðurkenningu frá Michelin | Dill missir Michelin stjörnuna

Skál á Hlemmi hlaut Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði.
Mynd: facebook / Skál
Í dag var kynnt hvaða veitingastaðir fengu hina virtu viðurkenningu frá Michelin í Norðurlöndunum, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.
Viðburðurinn fór fram í Tónlistarhúsinu í Árósum í Danmörku, en þar voru um 500 gestir samankomnir, veitingamenn, kokkar og fjölmiðlar.
Þrír veitingastaðir fengu nýjar 2ja Michelin stjörnur, Gastrologik í Stokkhólmi þar sem Jacob Holmström og Anton Bjuhr eru við stjórnvölinn. Veitingastaðurinn KOKS, undir stjórn yfirmatreiðslumeistarans Poul Andrias Zisca í Færeyjum og Noma í Kaupmannahöfn sem eru í eigu matreiðslumeistarans René Redzepi. Til gamans má geta að Barði og Víðir hefja störf hjá KOKS í sumar, sjá nánar hér.
Fjórar nýjar eins Michelin stjörnu veitingastaðir eru á þessu ári, FAGN og Credo í Noregi, Alouette í Kaupmannahöfn og Palace í Helsinki. Dill í Reykjavík var á meðal þeirra veitingastaða sem misstu Michelin stjörnu sína.
Skál á Hlemmi sem að Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslmeistari og einn eigenda Skálar m.a. stjórnar, hlaut Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði, að auki fékk veitingastaðurinn Selma í Kaupmannahöfn Bib Gourmand viðurkenninguna og Moment í Rønde í Danmörku.
Sjá einnig: Níu íslenskir veitingastaðir með viðurkenningu frá Michelin
Michelin listinn í heild sinni
MICHELIN á Norðurlöndum 2019 í hnotskurn:
Þrír veitingastaðir með 3 stjörnur
10 veitingastaðir með 2 stjörnur
51 veitingastaðir með 1 stjörnu
34 Bib Gourmand veitingastaðir

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum