Markaðurinn
Sjáumst á Stóreldhússýningunni!
Sýningin Stóreldhúsið fer fram í Laugardalshöll dagana 10.-11. nóvember og Mjólkursamsalan verður að sjálfsögðu á staðnum með veglegan kynningarbás. Fjölbreytt vöruúrval verður kynnt fyrir gestum og gangandi en fyrirtækið býður upp á fjöldann allan af ferskum, íslenskum mjólkurvörum fyrir stóreldhúsið og fást þær í mismunandi eininga- og umbúðastærðum sem henta eldhúsum af öllum stærðum og gerðum.
MS er með frábæran hóp sölufulltrúa sem sérhæfir sig í þjónustu við veitingahús, mötuneyti, hótel og önnur stóreldhús um land allt. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á vöruþróun og kynnir fyrirtækið um 20-30 nýjungar árlega, bæði fyrir almenna neytendur sem og stórnotendur. Á nýrri vefsíðu okkar ms.is er yfirlit yfir allar vörur sem og vörumerkjasíður sem áhugasamir geta kynnt sér frekar.
Við bjóðum upp á sérstakan þjónustuvef fyrir viðskiptavini, panta.ms.is, en þar geta viðskiptavinir meðal annars pantað vörur, fengið upplýsingar um dreifileiðir, skoðað pantanir í vinnslu, sem og sölugreiningu og komið ábendingum á framfæri svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn er einfaldur og sérstaklega þægilegur í notkun og er bæði hægt að fá upplýsingar um vefinn í gegnum síma og eins með sýnikennslu þar sem sölumaður MS kemur í heimsókn til viðskiptavina og fer yfir einfalt ferlið. Þessi sýnikennsla er að sjálfsögðu gjaldfrjáls og hluti af persónulegri þjónustu sem MS býður upp á.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Stóreldhússýningunni en opnunartími sýningarinnar er frá kl. 12-18, 10. og 11. nóvember.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






