Frétt
Sjálfsskömmtun í mötuneytum – Minni matarsóun
Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál, en um þriðjungur þess matar sem er ætlaður til manneldis í heiminum eða um 1.3 milljarðar tonna af mat á hverju ári í heiminum fer til spillis.
Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem rekur 22 mötuneyti á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hóf í september s.l. sjálfsskömmtun og upplifun nemenda og starfsfólks eru afar góð. Við þetta fyrirkomulag hafa verið styttri raðir, minni matarsóun og meira að segja að nemendur vilja meina að maturinn bragðast hreinlega betur, svo ánægð eru þau.
Hjá Skólamat eru framleiddar um 7000 hádegismáltíðir og um 500 síðdegishressingar á dag og eru starfsmenn þess 70 talsins.
Í úttekt sem gerð var fyrr á þessu ári í 9 eldhúsum mötuneyta grunnskóla í Hafnarfirði kemur fram að starfsmenn skólanna hafa mismunandi skoðanir á ágæti sjálfsskömmtunar. Einn taldi það til bóta og myndi minnka matarsóun. Annar taldi að það myndi auka matarsóun. Matráður í Hvaleyrarskóla vildi meina að töluvert minni mat væri hent en áður þegar starfsmaður skammtaði.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný