Frétt
Sjálfsskömmtun í mötuneytum – Minni matarsóun
Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál, en um þriðjungur þess matar sem er ætlaður til manneldis í heiminum eða um 1.3 milljarðar tonna af mat á hverju ári í heiminum fer til spillis.
Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem rekur 22 mötuneyti á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hóf í september s.l. sjálfsskömmtun og upplifun nemenda og starfsfólks eru afar góð. Við þetta fyrirkomulag hafa verið styttri raðir, minni matarsóun og meira að segja að nemendur vilja meina að maturinn bragðast hreinlega betur, svo ánægð eru þau.
Hjá Skólamat eru framleiddar um 7000 hádegismáltíðir og um 500 síðdegishressingar á dag og eru starfsmenn þess 70 talsins.
Í úttekt sem gerð var fyrr á þessu ári í 9 eldhúsum mötuneyta grunnskóla í Hafnarfirði kemur fram að starfsmenn skólanna hafa mismunandi skoðanir á ágæti sjálfsskömmtunar. Einn taldi það til bóta og myndi minnka matarsóun. Annar taldi að það myndi auka matarsóun. Matráður í Hvaleyrarskóla vildi meina að töluvert minni mat væri hent en áður þegar starfsmaður skammtaði.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti