Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sjáðu glæsilegu jólaplattana í ár – Myndir og vídeó
Jólaplatti með fjölda jólarétta þar sem íslenskt hráefni er í öndvegi er ávallt vinsæll.
Víða má skutlast inn úr kuldanum og setjast að veisluborði á veitingastöðum landsins. Hér má sjá nokkra valkosti þegar kemur að jólaplöttum þetta árið.
Myndir
Jólaplatti – Brass kitchen & bar

Hægelduð svínasíða með engifer og hunangsgljáa.
Bökuð lifrakæfa með sveppum og beikon.
Síld að hætti Brass með þurrkuðu rúgbrauði.
Heitreyktur lax með piparrótarrjóma.
Villibráðasúpa í bolla.
Konfekt.
Út í Bláinn

Taðreyktur lax að norðan og grafinn lax frá með graflaxsósu.
Grafin gæs með sýrðum perlulauk í aðalbláberja gastrique.
Heimagerð kryddsíld með eggjahvítum, borin fram með sólkjarnarúgbrauði og þeyttu smjöri.
Torchon úr villtri íslenskri gæsalifur með truffluolíu og ristuðu brioche brauði.
Smurstöðin

Jólasíld, graflax með rauðrófupestó, hægelduð gæsabringa, klassískt kartöflusalat, gljáð svínasíða með stökkri puru, djúpsteiktur camenbert og ris a’la mande.
Slippbarinn

Guinnes súrdeigsbrauð, kúmen laufabrauð og þeytt smjör. Saltbakaðar beður og geitaostur. Síld, brúnað smjör og rúgbrauð. Tvíreykt húskarla hangikjöt. Sætkartöflusnakk með reykostakremi
Scandinavian

Grafinn lax með ristuðu brauði, salati og dillsósu. Purusteik með agúrkusalati, rauðkáli og heitri sósu. Taðreykt hangikjöt með baunasalati Jólasíld í rauðrófu-eplasalati. (Borin fram með seyddu rúgbrauði og smjöri) Taðreyktur silungur frá Skútustöðum með radísum, púrrulauk og dillsósu.
Heit lifrarkæfa m. sveppum, stökku beikoni, steinselju og títuberjasultu. Rauðspretta með remúlaði og reyktum lax.
Borið fram á dönsku rúgbrauði og ristuðu íslensku brauði.
Kaffi Loki

Hangikjötstartar (tvíreykt hangikjöt með rauðlauk og rauðbeðum) ásamt piparrótarrjóma á nýbökuðu rúgbrauði, Jólakanilsíld með eggjahræru á rúgbrauði, Skútustaðasilungur í sparibúningi, sjávarréttatartaletta með hörpudiski, lúðu, rækjum og kræklingi í hvítvínssósu gratínerað með ostatoppi og svo rúgbrauðsísinn fræga
Geysir Bistro

Léttir réttir á borð við volga lifrarkæfu með ristuðum sveppum og beikoni, hreindýrapaté með rifsberjasultu, tvær
tegundir af síld og grafinn lax með rúgbrauði og heimabökuðu brauði.
Í aðalréttum má finna hangikjöt með laufabrauði, jólaskinku og kalkúnabringu með eplasalati, fíkjurauðkáli og rauðvínssósu.
Punkturinn yfir i-ið er svo ris a’la mande með kirsuberjasósu.
Vídeó
Höfnin
Sveitapate og sulta. Graflax og sinnepssósa. Heimalöguð síld og seytt rúgbrauð. Hangikjötstartaletta. Kalkúnabringa í beikonhjúp. Kaffi og heimagerðar smákökur.
Kol
Tvíreyktur hangikjötstartar, rauðrófur, sinnepsfræ. Reyktur lax, dill, sýrður laukur. Grafin rjúpa, Cumberland sósa. Lax ceviche, granatepli, sítrus. Kolaður túnfiskur, engifergljái, vatnsmelóna. Tígrisrækjur, lemongrassmajónes. Bláskel, sítrónuconfit, vorlaukur.
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/kolrestaurant/videos/1268481833253567/“ width=“620″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir: frá facebook síðum ofangreindum veitingastöðum

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?