Vertu memm

Frétt

Sindraskel nýr landnemi á Íslandi – Jamie Oliver elskar þessar skeljar – Vídeó

Birting:

þann

Hnífskel - Sindraskel

Um áramótin 2020/2021 fundust nokkrar dauðar hnífskeljar (Ensis sp., e. razor clams) í fjöru í Hvalfirði og skömmu síðar fannst lifandi samloka í fjörunni við ósa Hafnarár í mynni Borgarfjarðar.

Ekki er vitað til þess að áður hafi fundist hnífskeljar við Ísland ef frá er talinn fundur tveggja dauðra eintaka árið 1957 í fjörunni við Lónsfjörð á Suðausturlandi, en þetta kom fram á Líffræðiráðstefnunni sem haldin var 14 október s.l.

Þær voru taldar vera af tegundinni E. magnus, sem Ingimar Óskarsson nefndi fáfnisskel. Í norðanverðu N-Atlantshafi hafa fundist sex tegundir hnífskelja. Þær eru líkar innbyrðis og getur verið erfitt að greina þær að.

Í fyrstu var talið að nýi landneminn tilheyrði tegundinni E. leei, en niðurstöður erfðagreiningar á eintakinu frá Hafnará staðfesta að um er að ræða tegundina Ensis terranovensis, sem við höfum nefnt sindraskel. Skammt er síðan tegundinni var lýst og hefur hún einungis fundist áður við Nýfundnaland. Flutningur sjávarlífvera af mannavöldum út fyrir náttúruleg heimkynni sín og inn á ný svæði fer vaxandi.

Oftast eru slíkar framandi tegundir taldar berast með kjölvatni skipa, áfastar skipskrokkum eða með eldisdýrum sem flutt eru milli hafsvæða. Ætla má að sindraskeljarnar hafi borist hingað sem lirfur í kjölvatni flutningaskipa frá austurströnd N-Ameríku, líklega fyrir 5–10 árum.

Hnífskeljar geta orðið allstórar, allt að 20 cm langar, og þykja hnossgæti. Nái framandi tegundir að festa sig í sessi á nýjum slóðum geta þær í sumum tilfellum valdið skaða á lífríkinu sem fyrir er. Vöktun sindraskelja er því mikilvæg.

Jamie Oliver elskar að elda þessar skeljar og birtir girnilega uppskrift á vef sínum hér.

Joe Gurrera sýnir í meðfylgjandi myndbandi hvernig á að elda Sindraskel:

Mynd: nmsi.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið