Keppni
Silli Kokkur keppir á stærstu götubitakeppni í heimi – European Street Food Awards
Keppnin um besta evrópsku götubitan – „European Street Food Awards 2022“ verður haldin nú um helgina, 7. – 9. október í Munich í Þýskalandi.
Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi og þar verður að finna 15 af bestu götubitum í Evrópu sem keppa um titilinn “Besti Götubitinn í Evrópu 2022“.
Í ár mun Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, keppa fyrir Íslands hönd og mun hann keppa í þremur flokkum, „besti hamborgarinn“, „besta samlokan“ og „Besti Götubitinn í Evrópu 2022“
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið leiðandi í götbitahátíðum hér á landi og hefur síðan 2019 haldið forkeppni hér á Götubitahátíðinni sem er haldin árlega í samstarfi við Reykajvíkurborg, og á hátíðinni er krýndur „Besti Götubiti Íslands“.
Silli Kokkur hefur sigrað forkeppnina hér á landi síðustu þrjú ár, eða frá árinu 2020.
Sjá einnig: Götubitahátíð Íslands 2021 – Úrslit
Engin lokakeppni hefur verið haldin síðan árið 2019, en þá fór Jömm út og keppti fyrir Íslands hönd og gerði gott mót.
Sjá einnig: Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards
Götubitinn mun vera á keppninni og fylgjast með stöðu mála, fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með er bent á að að fylgja þeim á samfélagsmiðlum (instagram og facebook):
Instagram / Facebook: @reykjavikstreetfood
Einnig er hægt að fylgjast með Silla á eftirfarandi samfélagsmiðlum:
Snapchat: SilliKokkur
Instagram: @sigvaldij
Facebook@Sillikokkur.is
Mynd: facebook / sillikokkur.is

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu