Keppni
Silli kokkur hreppti 2. sætið og gæsaborgarinn kosinn Götubiti fólksins
Keppnin um besta götubitann í Evrópu var haldin nú um helgina í Munich í Þýskalandi.
Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi, en þar keppti Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, í þremur flokkum, „besti hamborgarinn“, „besta samlokan“ og „Besti Götubitinn í Evrópu 2022“ og úrslit eru kunngjörð.
Silli Kokkur endaði í eftirfarandi sætum:
1 sæti: Besti Borgarinn (Gæsaborgarinn frá Silla)
2 sæti: Götutibiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar)
2 sæti: Besti Götubitinn í Evrópu.
Það voru Skotar sem hlutu titilinn besti götubitinn í Evrópu og Þjóðverjar sem urðu hlutskarpastir í keppninni um Besti Götubiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar), en þess má til gamans geta að það voru Þjóðverjar sem héldu keppnina í ár.
Er þetta í annað sinn sem að Íslendingar taka þátt en Jömm keppti í Besta Götubitann í Evrópu árið 2019.
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið leiðandi í götbitahátíðum hér á landi og hefur síðan 2019 haldið forkeppni hér á Götubitahátíðinni sem er haldin árlega í samstarfi við Reykajvíkurborg, og á hátíðinni er krýndur „Besti Götubiti Íslands“.
Silli Kokkur hefur sigrað forkeppnina hér á landi síðustu þrjú ár, eða frá árinu 2020.
Myndir: aðsendar / Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavik Street Food
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







