Keppni
Silli kokkur hreppti 2. sætið og gæsaborgarinn kosinn Götubiti fólksins
Keppnin um besta götubitann í Evrópu var haldin nú um helgina í Munich í Þýskalandi.
Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi, en þar keppti Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, í þremur flokkum, „besti hamborgarinn“, „besta samlokan“ og „Besti Götubitinn í Evrópu 2022“ og úrslit eru kunngjörð.
Silli Kokkur endaði í eftirfarandi sætum:
1 sæti: Besti Borgarinn (Gæsaborgarinn frá Silla)
2 sæti: Götutibiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar)
2 sæti: Besti Götubitinn í Evrópu.
Það voru Skotar sem hlutu titilinn besti götubitinn í Evrópu og Þjóðverjar sem urðu hlutskarpastir í keppninni um Besti Götubiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar), en þess má til gamans geta að það voru Þjóðverjar sem héldu keppnina í ár.
Er þetta í annað sinn sem að Íslendingar taka þátt en Jömm keppti í Besta Götubitann í Evrópu árið 2019.
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið leiðandi í götbitahátíðum hér á landi og hefur síðan 2019 haldið forkeppni hér á Götubitahátíðinni sem er haldin árlega í samstarfi við Reykajvíkurborg, og á hátíðinni er krýndur „Besti Götubiti Íslands“.
Silli Kokkur hefur sigrað forkeppnina hér á landi síðustu þrjú ár, eða frá árinu 2020.
Myndir: aðsendar / Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavik Street Food
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?