Vertu memm

Keppni

Silli kokkur hreppti 2. sætið og gæsaborgarinn kosinn Götubiti fólksins

Birting:

þann

Silli kokkur hreppti 2. sætið og gæsaborgarinn kosinn Götubiti fólksins

Veitingahjónin Elsa Blöndal og Silli kokkur

Keppnin um besta götubitann í Evrópu var haldin nú um helgina í Munich í Þýskalandi.

Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi, en þar keppti Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, í þremur flokkum, „besti hamborgarinn“, „besta samlokan“ og „Besti Götubitinn í Evrópu 2022“ og úrslit eru kunngjörð.

Silli kokkur hreppti 2. sætið og gæsaborgarinn kosinn Götubiti fólksins

Silli Kokkur endaði í eftirfarandi sætum:

1 sæti: Besti Borgarinn (Gæsaborgarinn frá Silla)

2 sæti: Götutibiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar)

2 sæti: Besti Götubitinn í Evrópu.

Það voru Skotar sem hlutu titilinn besti götubitinn í Evrópu og Þjóðverjar sem urðu hlutskarpastir í keppninni um Besti Götubiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar), en þess má til gamans geta að það voru Þjóðverjar sem héldu keppnina í ár.

Er þetta í annað sinn sem að Íslendingar taka þátt en Jömm keppti í Besta Götubitann í Evrópu árið 2019.

Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið leiðandi í götbitahátíðum hér á landi og hefur síðan 2019 haldið forkeppni hér á Götubitahátíðinni sem er haldin árlega í samstarfi við Reykajvíkurborg, og á hátíðinni er krýndur „Besti Götubiti Íslands“.

Silli Kokkur hefur sigrað forkeppnina hér á landi síðustu þrjú ár, eða frá árinu 2020.

Myndir: aðsendar / Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavik Street Food

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið