Veitingarýni
Silli kokkur – Ekki fyrir viðkvæma – Veitingarýni
Þessa dagana er Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, á ferðalagi ásamt fjölskyldu um norðurlandið með matarvagninn í eftirdragi og býður norðlendingum upp á sælkeramat að hætti Silla kokk.
Ferðalagið hófst með því að heimsækja Sauðárkrók 23. júní s.l. þar sem matarvagninn var staðsettur við planið hjá Gylfa Ingimars.
24. júní var Siglufjörður næst á dagskrá, staðsettur fyrir fram brugghúsið Segull 67, því næst á á Akureyri 25. júní á malarplaninu hjá Eldingu, á Húsavík 26. júní og á Egilstöðum 27. júní við Nettó.
Það er ekki flækjustig á matseðlinum, þrír réttir í boði:
Gæsaburger
Með ruccola, sultuðum rauðlauk með trönuberjum og gráðostasósu.
2000 kr.
Hreindýraburger
Með ruccola, sultuðum rauðlauk með trönuberjum og gráðostasósu.
2000 kr.
Gæsapulsa
Með peruchutney, gæsalæra rile, shiracmayo og washabi hnetukurli.
2000 kr.
Ég kíkti á Silla kokk ásamt góðum vinum þegar hann var staddur á Siglufirði. Margt var um manninn, þá bæði á útiborðunum og inni á Segli 67 og það var ekki annað að sjá en að bæjarbúar voru hæstánægðir með komu matarvagnsins.
Pantaði mér gæsaborgarann, en hann er borinn fram eins og áður segir með rucola, sultuðum rauðlauk með trönuberjum og gráðostasósu og hamborgarabrauðið er frá Deig bakaríinu sem er rekið af Le Kock strákunum.
Ekki var borgarinn dýr eða 2000 krónur, gjöf en ekki gjald.
Hef heyrt í mörgum sem hafa borðað hjá Silla kokk í Reykjavík og ekki eru allir sammála um matinn, margir segja að þetta séu bestu hamborgarnir á meðan aðrir finnast þeir sveittir og of blóðugir fyrir sinn smekk. Nokkrir segja að þeir geta ómögulega borðað mat sem gæti leynst högl í, en ég segi alltaf til baka að það eru gæðamerki.
Mér persónulega fannst gæsaborgarinn virkilega góður, góð samsetning á meðlæti, ekki of sætt, og ég elska léttsteikta hamborgara. Mæli klárlega með Silla kokk.
Því miður voru Deig kleinuhringirnir ekki til, en þeir verða á boðstólnum á Akureyri.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt5 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025