Keppni
Síldardagar á Siglufirði | Keppnin um besta síldarréttinn 2014
Síldardagarnir á Siglufirði voru haldnir dagana 24. júlí til 4. ágúst síðastliðinn og er þetta orðin heljarinnar hátíð til heiðurs síldarinnar. Á sunnudeginum 3. ágúst var haldin hin árlega keppni síldaráhugamanna um hver lagaði besta réttinn úr síld, undirritaður og Sigurvin Gunnarsson voru fengnir til að vera dómarar.
Var sett borð út á bryggjukantinn fyrir framan við Hannes Boy og réttunum komið fyrir á borðinu og svo mættum við til leiks og tókum til við dæmingu, sem var eftirfarandi:
Mulningurinn undir síldinni var úr harðfisk og var það plús, en það heillaði mann ekki og við smökkun í þurrari kantinum.
Góð hugmynd, en síldarbragðið fannst ekki úr bollunum, sósan var góð.
Framsetning glæsileg, afbragðs gott bragð, heildarsamspil á bragði var frábært.
Framsetning góð, girnilegt en síldarbragð frekar dauft.
Síldarbragð fannst ekki, en nóg af rótsterkum asíubragði, frekar óspennandi réttur, fallegastur óhreyfður.
Góð hugmynd, einföld en góð framsetning, þarna naut síldarbragðið sín, gott samspil á bragði.
Þá var komið að því að taka saman niðurstöðurnar og tilkynna úrslit.
Heimir Magni Hannesson yfirmatreiðslumeistari á Hannes Boy tilkynnti þau og voru eftirfarandi:
6. sætið – Alíslensk síldarsnitta
5. sætið – Heitur síldarbakstur
4. sætið – Síldarbollur með graslaukssósu
3. sætið – Rússnenskt síldarsalat með rúgbrauði
2. sætið – Síld í pylsubrauði
1. sætið – Bláberjasíld með skyrsósu og rúgbrauði
Ef myndirnar eru skoðaðar þá held ég að flestir séu sammála að Bláberjasíldin bar af í framsetningu, bragðið var sælgæti og rétturinn góð samfella.
Vinningshafinn hlaut í verðlaun matarútekt hjá Hannes Boy að upphæð 20.000 kr.
Þetta var skemmtileg upplifun og aldrei að vita hvað maður lendir í að dæma næst.
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu













