Vertu memm

Keppni

Síldardagar á Siglufirði | Keppnin um besta síldarréttinn 2014

Birting:

þann

Dómarar Sigurvin Gunnarsson og Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistarar

Dómarar
Sigurvin Gunnarsson og Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistarar

Síldardagar á Siglufirði 2014Síldardagarnir á Siglufirði voru haldnir dagana 24. júlí til 4. ágúst síðastliðinn og er þetta orðin heljarinnar hátíð til heiðurs síldarinnar. Á sunnudeginum 3. ágúst var haldin hin árlega keppni síldaráhugamanna um hver lagaði besta réttinn úr síld, undirritaður og Sigurvin Gunnarsson voru fengnir til að vera dómarar.

Var sett borð út á bryggjukantinn fyrir framan við Hannes Boy og réttunum komið fyrir á borðinu og svo mættum við til leiks og tókum til við dæmingu, sem var eftirfarandi:

Alíslensk síldarsnitta

Alíslensk síldarsnitta

Mulningurinn undir síldinni var úr harðfisk og var það plús, en það heillaði mann ekki og við smökkun í þurrari kantinum.

Síldarbollur með graslaukssósu

Síldarbollur með graslaukssósu

Góð hugmynd, en síldarbragðið fannst ekki úr bollunum, sósan var góð.

Bláberjasíld með skyrsósu og rúgbrauði

Bláberjasíld með skyrsósu og rúgbrauði

Framsetning glæsileg, afbragðs gott bragð, heildarsamspil á bragði var frábært.

Rússnenskt síldarsalat með rúgbrauði

Rússnenskt síldarsalat með rúgbrauði

Framsetning góð, girnilegt en síldarbragð frekar dauft.

Heitur síldarbakstur

Heitur síldarbakstur

Síldarbragð fannst ekki, en nóg af rótsterkum asíubragði, frekar óspennandi réttur, fallegastur óhreyfður.

Síld í pylsubrauði

Síld í pylsubrauði

Góð hugmynd, einföld en góð framsetning, þarna naut síldarbragðið sín, gott samspil á bragði.

Þá var komið að því að taka saman niðurstöðurnar og tilkynna úrslit.

Heimir Magni Hannesson yfirmatreiðslumeistari á Hannes Boy tilkynnti þau og voru eftirfarandi:

6. sætið – Alíslensk síldarsnitta

5. sætið – Heitur síldarbakstur

4. sætið – Síldarbollur með graslaukssósu

3. sætið – Rússnenskt síldarsalat með rúgbrauði

2. sætið – Síld í pylsubrauði

1. sætið – Bláberjasíld með skyrsósu og rúgbrauði

Ef myndirnar eru skoðaðar þá held ég að flestir séu sammála að Bláberjasíldin bar af í framsetningu, bragðið var sælgæti og rétturinn góð samfella.

Auglýsingapláss

Vinningshafinn hlaut í verðlaun matarútekt hjá Hannes Boy að upphæð 20.000 kr.

Hannes Boy á Siglufirði

Þetta var skemmtileg upplifun og aldrei að vita hvað maður lendir í að dæma næst.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið