Vertu memm

Keppni

Sigurjón frá Rvk cocktails sigraði í Whitley Neill kokteilkeppninni – Myndir

Birting:

þann

Whitley Neill kokteilkeppnin 2024

Sigurjón frá Reykjavik Cocktails 1. sætið ásamt Edward frá Halewood Whitley Neill

Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram stórglæsileg kokteilkeppni á vegum Whitley Neill og Innnes. Þema keppninnar var Long Drink og voru 28 keppendur sem tóku þátt. Það var gaman að sjá að fulltrúa frá 16 veitingastöðum og börum töfra fram stórglæsilega gin kokteila.

Hjálmar Örn stýrði kvöldinu eins og honum einum er lagið og hélt uppi stuðinu. Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þáttökuna og sérstakar þakkir til Barþjónaklúbbs Íslands fyrir aðstoðina.

Áhorfendum gafst kostur á að smakka breytt úrval af Whitley Neill gini og voru einnig stórglæsilegar veitingar í boði sem starfsmenn Innnes framreiddu.

Whitley Neill kokteilkeppnin 2024

Sigurjón með sigurkokteilinn

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi
1. Sigurjón Tómas Hjaltason frá Rvk cocktails
2. Robert Proppé frá Drykk Bar – Pósthús Mathöll
3. Guðrún Björk frá Berjaya Iceland Hotels

Frumlegasti kokteillinn
– Kría frá Tipsý bar

Dómnefndina skipuðu:
Georg Leite frá Kalda Bar
Kristín Ruth útvarpskona á FM957
Ómar Vilhelmsson frá Barþjónaklúbb Íslands
Edward Williamson frá Halewood / Whitley Neill

Whitley Neill kokteilkeppnin 2024

Frumlegasti drykkurinn Kría frá Tipsy bar

Whitley Neill kokteilkeppnin 2024

f.v Ómar Vilhelms, Kristín Ruth, Georg Leite, Edward Wlliamson

Myndir: Rebekka Rut Marinósdóttir

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið