Keppni
Sigurjón frá Rvk cocktails sigraði í Whitley Neill kokteilkeppninni – Myndir
Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram stórglæsileg kokteilkeppni á vegum Whitley Neill og Innnes. Þema keppninnar var Long Drink og voru 28 keppendur sem tóku þátt. Það var gaman að sjá að fulltrúa frá 16 veitingastöðum og börum töfra fram stórglæsilega gin kokteila.
Hjálmar Örn stýrði kvöldinu eins og honum einum er lagið og hélt uppi stuðinu. Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þáttökuna og sérstakar þakkir til Barþjónaklúbbs Íslands fyrir aðstoðina.
Áhorfendum gafst kostur á að smakka breytt úrval af Whitley Neill gini og voru einnig stórglæsilegar veitingar í boði sem starfsmenn Innnes framreiddu.
Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi
1. Sigurjón Tómas Hjaltason frá Rvk cocktails
2. Robert Proppé frá Drykk Bar – Pósthús Mathöll
3. Guðrún Björk frá Berjaya Iceland Hotels
Frumlegasti kokteillinn
– Kría frá Tipsý bar
Dómnefndina skipuðu:
Georg Leite frá Kalda Bar
Kristín Ruth útvarpskona á FM957
Ómar Vilhelmsson frá Barþjónaklúbb Íslands
Edward Williamson frá Halewood / Whitley Neill
Myndir: Rebekka Rut Marinósdóttir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s