Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sigurður Helgason hélt fyrirlestur og sýndi listir sínar í Rússlandi

Birting:

þann

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Þráinn Freyr Vigfússon og Sigurður Helgason matreiðslumenn ásamt kynnir á matarhátíðinni

Nú á dögunum hélt Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður á Grillinu og Bocuse d´Or kandídat, fyrirlestur á matarhátíðinni Foodiez of Moscow sem haldin var eins og nafnið gefur til kynna í Moskvu í Rússlandi.

Hér er um að ræða ekta götumatarmarkað með fjölmörgum fyrirlestrum, sýnikennslum og margt fleira.

Mjög skemmtilega hátíð þar sem Rússarnir hafa skapað og gert vel,

sagði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is, en hann var sérlegur aðstoðarmaður Sigurðar í ferðinni, en þeir félagar voru á vegum Íslensku Bocuse d´Or akademíunnar.

Í fyrirlestrinum sagði Sigurður frá Grillinu, Íslensku náttúrunni og menningunni, sinn innblástur og sköpun í matreiðslu og Bocuse d´Or þátttöku hans, ásamt því að sýna þrjá rétti sem allir voru með innblástur úr íslenskri náttúru, en þeir voru:

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Tvíreykt hangikjöt, laufabrauð, skyr, piparrót

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Lava Króketta, reyktir sveppir ( svarta kúlan sem Sigurður var með í Bocuse d´Or keppninni 28. janúar s.l.)

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Kerfil sponge, lakkríshraun, skyr og fjallagrasa ís

Á meðan á fyrirlestrinum stóð yfir, þá var Íslenska Bocuse d´Or kynningarmyndbandið sýnt á stóru breiðtjaldi ásamt myndum frá Ragnari TH.

Meðfylgjandi vídeó er af rússneskum matreiðslumanni frá st. Petursborg sem sýndi sína rétti undir dúndrandi músík yfir sér:

 

Myndir: af facebook síðu Foodiez og Moscow.

Vídeó: Þráinn Freyr

Myndir: af facebook síðu Foodiez og Moscow.

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið