Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Siggi og Stulli gestakokkar í Finnlandi

Birting:

þann

Stund á milli stríða Food camp matreiðslumennirnir ásamt aðstoðarmönnum á sameiginlegum kvöldverði Sjá má Sturla og Sigurð hér fyrir miðju

Stund á milli stríða
Food camp matreiðslumennirnir ásamt aðstoðarmönnum á sameiginlegum kvöldverði
Sjá má Sturla og Sigurð hér fyrir miðju

Sturla Birgisson á leið á andaveiðar

Sturla Birgisson á leið á andaveiðar

Í dag hefst viðburður í Finnlandi þar sem unnendur matar, drykkjar og list hittast og er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin sem heitir Food Camp.  Það er finnski Bocuse d’Or dómarinn Pekka Terävä sem á veg og vanda að skipulagningu á viðburðinum sem hefst eins og áður segir í dag og lýkur á laugardaginn 30. ágúst næstkomandi.  Pekka Terävä á og rekur Michelin veitingastaðinn Olo í Helsinki og annan veitingastað er nefnist Emo.

Viðburðurinn fer fram í listagalleríinu – Serlachius Museum Gösta í Mänttä, sunnarlega í finnlandi og eru 9 matreiðslumenn sem taka þátt sem koma til með að bjóða upp á níu rétta hátíðarkvöldverð og verður hver og einn með sinn rétt.  Sætafjöldi er takmarkaður og miðaverð er 452,60 evrur eða um 70 þúsund krónur íslenskar.

Sigurður Helgason Bocuse d´Or keppandi og íslenski Bocuse d´Or dómarinn Sturla Birgisson eru á meðal gestakokkana, en þeir koma til með að bjóða upp á millirétt sem saman stendur af Villiönd með kóngasveppum úr Skorradal, rjúpusósu, þurrkuð aðalbláber, íslensk einiber, blóðberg og grenilolíu.

Hér má sjá myndband um Food Camp:

 

Hópmynd: af facebook síðu Food Camp

Aðrar myndir, instagram: Sigurður Helgason

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið