Smári Valtýr Sæbjörnsson
Siggi og Stulli gestakokkar í Finnlandi
Í dag hefst viðburður í Finnlandi þar sem unnendur matar, drykkjar og list hittast og er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin sem heitir Food Camp. Það er finnski Bocuse d’Or dómarinn Pekka Terävä sem á veg og vanda að skipulagningu á viðburðinum sem hefst eins og áður segir í dag og lýkur á laugardaginn 30. ágúst næstkomandi. Pekka Terävä á og rekur Michelin veitingastaðinn Olo í Helsinki og annan veitingastað er nefnist Emo.
Viðburðurinn fer fram í listagalleríinu – Serlachius Museum Gösta í Mänttä, sunnarlega í finnlandi og eru 9 matreiðslumenn sem taka þátt sem koma til með að bjóða upp á níu rétta hátíðarkvöldverð og verður hver og einn með sinn rétt. Sætafjöldi er takmarkaður og miðaverð er 452,60 evrur eða um 70 þúsund krónur íslenskar.
Sigurður Helgason Bocuse d´Or keppandi og íslenski Bocuse d´Or dómarinn Sturla Birgisson eru á meðal gestakokkana, en þeir koma til með að bjóða upp á millirétt sem saman stendur af Villiönd með kóngasveppum úr Skorradal, rjúpusósu, þurrkuð aðalbláber, íslensk einiber, blóðberg og grenilolíu.
Hér má sjá myndband um Food Camp:
Hópmynd: af facebook síðu Food Camp
Aðrar myndir, instagram: Sigurður Helgason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?