Freisting
Sex on the beach, ögrandi vitundarvakning
Alvin Leung yfirkokkur og eigandi Bo innovation veitingastaðarins í Hong Kong afhjúpaði í vetur rétt sem hann kallar Sex on the beach og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um Hiv og eyðni hættuna.
Rétturinn saman stendur af smokk sem gerður er úr konjak geli og fylltur með hunangs og Yunnan skinku sósu. Smokkurinn er svo lagður á frostþurrkaða shiitaki sveppi sem hafa verið muldir til að líkjast sandi. Réttinn sýndi Alvin á sýningunni Identia Golose matarsýningunni í Mílano, Ítalíu, þar sem hann gantaðist með að Páfinn hafi lagt blessun sína yfir réttinn.
Sem fyrr segir er réttinum ætlað að vekja fólk til umhugsunar um Hiv og mun allur ágóði af réttinum, sem kostar 68 Hong kong dali (1135 ísl.krónur), renna beint til Hiv samtakanna þar í landi.
Alvin þykir mjög framsækinn og skrautlegur svo ekki sé meira sagt, með sólgleraugu og vindil inní eldhúsi og skartar kínversku tattúi sem myndi útleggjast á íslensku Djöfla kokkur.
Bo innovation, býður upp á klassíska kínverska rétti í tilraunakenndum búningi. Bo innovation er margrómaður og hefur hlotið 2 stjörnur frá Michelin og situr í 65.sæti S.Pellegrino listans.
Hér má sjá myndklippu af Íslandsvininum Antony Bourdain heimsækja Bo innovation:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?