Viðtöl, örfréttir & frumraun
Selur handgert sushi með vestfirskum áhrifum með góðum árangri
Jötunn átvagn á Ísafirði hefur selt í sumar handgert sushi samkvæmt japönskum hefðum með vestfirskum áhrifum með góðum árangri.
„Hugmyndin að þessum bíl er að mig langaði að gera eitthvað nýtt og koma meiri matarmenningu hingað vestur“,
segir Henrý Ottó Haraldsson, eigandi Jötun matarvagns í samtali við N4
„Sushið sem ég er með er öðruvísi, er með vestrænum hætti. Matur fyrir mér er bara list svo ég fann mig í sushi gerðinni. Þetta var mjög skemmtilegt og yndislegt starf.“
segir Henrý, en hann starfaði t.a.m. við sushigerð á Fiskmarkaðinum í Reykjavík.
Vill gleðja almenning með einhverju öðru en pitsum
Henrý segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og hann hefur náð að koma mörgum á sushi vagninn sem héldu að þeir borðuðu ekki sushi. Hvað framtíðina varðar þá sér Henrý fyrir sér að vera með fleiri matarbíla og jafnvel veitingastað, en hann ætlar ekki endilega að halda sig alltaf við sushið, það getur vel verið að hann breyti til og gleðji almenning með einhverju allt öðru, þó ekki hamborgurum og pitsum því það er alls staðar.
Henrý var í viðtali í þættinum Að vestan á N4 og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Mynd: skjáskot úr myndbandi / N4
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






