Viðtöl, örfréttir & frumraun
Selur handgert sushi með vestfirskum áhrifum með góðum árangri
Jötunn átvagn á Ísafirði hefur selt í sumar handgert sushi samkvæmt japönskum hefðum með vestfirskum áhrifum með góðum árangri.
„Hugmyndin að þessum bíl er að mig langaði að gera eitthvað nýtt og koma meiri matarmenningu hingað vestur“,
segir Henrý Ottó Haraldsson, eigandi Jötun matarvagns í samtali við N4
„Sushið sem ég er með er öðruvísi, er með vestrænum hætti. Matur fyrir mér er bara list svo ég fann mig í sushi gerðinni. Þetta var mjög skemmtilegt og yndislegt starf.“
segir Henrý, en hann starfaði t.a.m. við sushigerð á Fiskmarkaðinum í Reykjavík.
Vill gleðja almenning með einhverju öðru en pitsum
Henrý segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og hann hefur náð að koma mörgum á sushi vagninn sem héldu að þeir borðuðu ekki sushi. Hvað framtíðina varðar þá sér Henrý fyrir sér að vera með fleiri matarbíla og jafnvel veitingastað, en hann ætlar ekki endilega að halda sig alltaf við sushið, það getur vel verið að hann breyti til og gleðji almenning með einhverju allt öðru, þó ekki hamborgurum og pitsum því það er alls staðar.
Henrý var í viðtali í þættinum Að vestan á N4 og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Mynd: skjáskot úr myndbandi / N4
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






