Viðtöl, örfréttir & frumraun
Selur handgert sushi með vestfirskum áhrifum með góðum árangri
Jötunn átvagn á Ísafirði hefur selt í sumar handgert sushi samkvæmt japönskum hefðum með vestfirskum áhrifum með góðum árangri.
„Hugmyndin að þessum bíl er að mig langaði að gera eitthvað nýtt og koma meiri matarmenningu hingað vestur“,
segir Henrý Ottó Haraldsson, eigandi Jötun matarvagns í samtali við N4
„Sushið sem ég er með er öðruvísi, er með vestrænum hætti. Matur fyrir mér er bara list svo ég fann mig í sushi gerðinni. Þetta var mjög skemmtilegt og yndislegt starf.“
segir Henrý, en hann starfaði t.a.m. við sushigerð á Fiskmarkaðinum í Reykjavík.
Vill gleðja almenning með einhverju öðru en pitsum
Henrý segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og hann hefur náð að koma mörgum á sushi vagninn sem héldu að þeir borðuðu ekki sushi. Hvað framtíðina varðar þá sér Henrý fyrir sér að vera með fleiri matarbíla og jafnvel veitingastað, en hann ætlar ekki endilega að halda sig alltaf við sushið, það getur vel verið að hann breyti til og gleðji almenning með einhverju allt öðru, þó ekki hamborgurum og pitsum því það er alls staðar.
Henrý var í viðtali í þættinum Að vestan á N4 og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Mynd: skjáskot úr myndbandi / N4
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona