Sverrir Halldórsson
Seldu heilsufæði fyrir hálfan milljarð
Gló veitingar ehf. sem rekur veitingastaði og verslun undir heitinu Gló seldi vörur fyrir 572 milljónir króna á síðasta ári. Sala jókst um tæpar 150 milljónir milli ára. Tap varð af rekstri félagsins á árinu 2014 að fjárhæð 11,9 milljóna króna samkvæmt rekstrarreikningi, samanborið við 5 milljónir árið áður.
Eigið fé félagsins var neikvætt um 19,4 milljónir króna, þar af nemur hlutafé félagsins 540 þúsund krónur. Árið 2013 var eigið fé félagsins hins vegar neikvæt t um 5,5 milljónir króna, að því er fram kemur á visir.is.
Eignir í lok árs námu 233 milljónum, samanborið við 66 milljónir í árslok 2013. Á árinu störfuðu að meðaltali 40 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals 196,9 millj. kr. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður á árinu 2015.
Greint frá á visir.is.
Mynd: glo.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






