Smári Valtýr Sæbjörnsson
Segull 67 er ný bjórverksmiðja á Íslandi
Nú er verið að undirbúa opnun nýrrar bjórverksmiðju á Siglufirði og er áætlað að skila sinni fyrstu framleiðslu fyrir jól.
Bjórverksmiðjan sem hefur fengið njafnið Segull 67 er staðsett í gamla frystihúsinu við Vetrarbraut. Segull 67 er í eigu Marteins B. Haraldssonar (Yngri) en hann er sonur Haralds Marteinssonar og Kolbrúnar Gunnarsdóttur á Siglufirði, en foreldrar Marteins eru meðeigendur og líka afi hans Marteinn Haraldsson.
Öll leyfi og allt svoleiðis er klárt, en við bíðum eftir niðurstöðum frá heilbrigðisstofnun varðandi vatnsgæði en við vitum nú þegar að vatnið er gott og passar til bjórbruggunnar.
Við munum hefja prufu framleiðslu fljótlega og reiknum með að hafa tilbúinn góðan bjór fyrir jólamarkaðinn, síðan er meininginn að gera góðan ljósan bjór og einnig hafa sérbruggun tengda árstíðum eins og jólum, páskum og sumartíma
, sagði Marteinn yngri í samtali við Siglo.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum siglo.is hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila