Smári Valtýr Sæbjörnsson
Segull 67 er ný bjórverksmiðja á Íslandi
Nú er verið að undirbúa opnun nýrrar bjórverksmiðju á Siglufirði og er áætlað að skila sinni fyrstu framleiðslu fyrir jól.
Bjórverksmiðjan sem hefur fengið njafnið Segull 67 er staðsett í gamla frystihúsinu við Vetrarbraut. Segull 67 er í eigu Marteins B. Haraldssonar (Yngri) en hann er sonur Haralds Marteinssonar og Kolbrúnar Gunnarsdóttur á Siglufirði, en foreldrar Marteins eru meðeigendur og líka afi hans Marteinn Haraldsson.
Öll leyfi og allt svoleiðis er klárt, en við bíðum eftir niðurstöðum frá heilbrigðisstofnun varðandi vatnsgæði en við vitum nú þegar að vatnið er gott og passar til bjórbruggunnar.
Við munum hefja prufu framleiðslu fljótlega og reiknum með að hafa tilbúinn góðan bjór fyrir jólamarkaðinn, síðan er meininginn að gera góðan ljósan bjór og einnig hafa sérbruggun tengda árstíðum eins og jólum, páskum og sumartíma
, sagði Marteinn yngri í samtali við Siglo.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum siglo.is hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






