Freisting
Sauðaþjófar sem veiða sér til matar

Var þetta sambærilegt hræ og það sem fannst undir brúnni yfir Miðá í Mið-Dölum á mánudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt lögreglu í Borgarbyggð og Dölum voru aðfarir svipaðar á báðum stöðum og svo virðist sem þjófurinn kunni vel til verka. Málið er óupplýst. Helgi Kristjánsson fyrrum frístundabóndi í Ólafsvík hefur ákveðnar kenningar um málið, en frá þessu er greint frá á Skessuhorn.is
Ég þori að fullyrða að þetta eru ekki Íslendingar. Heldur tel ég að þarna séu á ferð útlendingar sem koma til landsins í þeim tilgangi að lifa á landinu. Þeir ferðast um á húsbílum og veiða sér til matar. Þetta er ævintýrafólk sem veit hvað náttúran á Íslandi hefur uppá að bjóða en ég hef þurft að reka nokkra slíka úr veiðivötnunum.
Ég veit að í fyrra hurfu fjögur til fimm lömb við Jökulháls og lömb hafa horfið víðar á Snæfellsnesi. Ég hef grun um að hér hafi verið sauðaþjófur á ferð en þeir ferðast um fáfarna vegi og fara snemma af stað á morgnanna.
Þó svo að Íslendingar séu engir englar þá kunna þeir þetta ekki og nenna þessu ekki. Ég tel að fólk verði að gefa þessu ferðafólki gaum, sagði Helgi Kristjánsson í samtali við Skessuhorn í dag.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





