Freisting
Sauðaþjófar sem veiða sér til matar

Var þetta sambærilegt hræ og það sem fannst undir brúnni yfir Miðá í Mið-Dölum á mánudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt lögreglu í Borgarbyggð og Dölum voru aðfarir svipaðar á báðum stöðum og svo virðist sem þjófurinn kunni vel til verka. Málið er óupplýst. Helgi Kristjánsson fyrrum frístundabóndi í Ólafsvík hefur ákveðnar kenningar um málið, en frá þessu er greint frá á Skessuhorn.is
Ég þori að fullyrða að þetta eru ekki Íslendingar. Heldur tel ég að þarna séu á ferð útlendingar sem koma til landsins í þeim tilgangi að lifa á landinu. Þeir ferðast um á húsbílum og veiða sér til matar. Þetta er ævintýrafólk sem veit hvað náttúran á Íslandi hefur uppá að bjóða en ég hef þurft að reka nokkra slíka úr veiðivötnunum.
Ég veit að í fyrra hurfu fjögur til fimm lömb við Jökulháls og lömb hafa horfið víðar á Snæfellsnesi. Ég hef grun um að hér hafi verið sauðaþjófur á ferð en þeir ferðast um fáfarna vegi og fara snemma af stað á morgnanna.
Þó svo að Íslendingar séu engir englar þá kunna þeir þetta ekki og nenna þessu ekki. Ég tel að fólk verði að gefa þessu ferðafólki gaum, sagði Helgi Kristjánsson í samtali við Skessuhorn í dag.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars