Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sáttum náð í matareitrunarmálinu fræga
Brúðkaupsveislan sem haldin var í Sandgerði í júlí á síðastliðnu sumri sem 60 manns sóttu og stór hluti þeirra veiktist með magaverkjum, uppköstum og í sumum tilfellum niðurgangi hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum. Maturinn sem borinn var á borð í veislunni var lagaður í veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis í hitakössum með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Líklegast er að lambakjötið sem boðið var upp á í veislunni hafi verið mengað af eiturefnum en niðurstaða þessi fékkst eftir rannsókn Landlæknis.
Magnús Ingi matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar sem sá um veisluna í Sandgerði var langt í frá að vera sáttur með þau brúðhjónin og sakaði þau meðal annars um fjárkúgun, en þau ummæli hafði DV eftir Magnúsi:
“Þau báðu um að fá þetta endurgreitt. Þetta eru bara fjárkúganir. Og ef ég hlýddi ekki þessu þá myndu þau gera allt vitlaust og brjálað, eins og þau eru búin að gera.”
Sáttum náð í deilunni:
„Sáttin er komin, ég er sáttur, þau eru sátt,“
, segir veitingamaðurinn Magnús Ingi Magnússon í samtali við visir.is sem hefur náð sáttum við þau brúðhjónin, en hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin.
„Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“
segir Magnús að lokum í samtali við visir.is.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun