Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sáttum náð í matareitrunarmálinu fræga
Brúðkaupsveislan sem haldin var í Sandgerði í júlí á síðastliðnu sumri sem 60 manns sóttu og stór hluti þeirra veiktist með magaverkjum, uppköstum og í sumum tilfellum niðurgangi hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum. Maturinn sem borinn var á borð í veislunni var lagaður í veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis í hitakössum með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Líklegast er að lambakjötið sem boðið var upp á í veislunni hafi verið mengað af eiturefnum en niðurstaða þessi fékkst eftir rannsókn Landlæknis.
Magnús Ingi matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar sem sá um veisluna í Sandgerði var langt í frá að vera sáttur með þau brúðhjónin og sakaði þau meðal annars um fjárkúgun, en þau ummæli hafði DV eftir Magnúsi:
“Þau báðu um að fá þetta endurgreitt. Þetta eru bara fjárkúganir. Og ef ég hlýddi ekki þessu þá myndu þau gera allt vitlaust og brjálað, eins og þau eru búin að gera.”
Sáttum náð í deilunni:
„Sáttin er komin, ég er sáttur, þau eru sátt,“
, segir veitingamaðurinn Magnús Ingi Magnússon í samtali við visir.is sem hefur náð sáttum við þau brúðhjónin, en hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin.
„Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“
segir Magnús að lokum í samtali við visir.is.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






