Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sáttum náð í matareitrunarmálinu fræga
Brúðkaupsveislan sem haldin var í Sandgerði í júlí á síðastliðnu sumri sem 60 manns sóttu og stór hluti þeirra veiktist með magaverkjum, uppköstum og í sumum tilfellum niðurgangi hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum. Maturinn sem borinn var á borð í veislunni var lagaður í veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis í hitakössum með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Líklegast er að lambakjötið sem boðið var upp á í veislunni hafi verið mengað af eiturefnum en niðurstaða þessi fékkst eftir rannsókn Landlæknis.
Magnús Ingi matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar sem sá um veisluna í Sandgerði var langt í frá að vera sáttur með þau brúðhjónin og sakaði þau meðal annars um fjárkúgun, en þau ummæli hafði DV eftir Magnúsi:
“Þau báðu um að fá þetta endurgreitt. Þetta eru bara fjárkúganir. Og ef ég hlýddi ekki þessu þá myndu þau gera allt vitlaust og brjálað, eins og þau eru búin að gera.”
Sáttum náð í deilunni:
„Sáttin er komin, ég er sáttur, þau eru sátt,“
, segir veitingamaðurinn Magnús Ingi Magnússon í samtali við visir.is sem hefur náð sáttum við þau brúðhjónin, en hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin.
„Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“
segir Magnús að lokum í samtali við visir.is.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






