Freisting
Samningur við César Ritz Colleges Switzerland um hótelkennslu
Á myndinni eru áfangastjóri verknáms, skólameistari og fulltrúi César Ritz Colleges Switzerland á Íslandi, Árni Sólonsson.
Í síðustu viku undirritaði Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og fulltrúi frá Hótelskóla César Ritz Colleges Switzerland samstarfs-samning um að MK muni taka að sér kennslu í hótelgreinum undir nafni César Ritz.
César Ritz er einn af þekktari hótelskólum heims og er með skóla í Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Að sögn Baldurs Sæmundssonar, áfangastjóra verknámsgreina í MK, hefur verið samband við Ritz undanfarin 6-7 ár. Síðan fæddist sú hugmynd að kenna hér fyrsta árið af hótelstjórnunarnámi Ritz. Námið hefst næsta vor.
Heimasíða César Ritz Colleges Switzerland: www.ritz.edu
Heimild: Mk.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan