Freisting
Samningur við César Ritz Colleges Switzerland um hótelkennslu

Á myndinni eru áfangastjóri verknáms, skólameistari og fulltrúi César Ritz Colleges Switzerland á Íslandi, Árni Sólonsson.
Í síðustu viku undirritaði Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og fulltrúi frá Hótelskóla César Ritz Colleges Switzerland samstarfs-samning um að MK muni taka að sér kennslu í hótelgreinum undir nafni César Ritz.
César Ritz er einn af þekktari hótelskólum heims og er með skóla í Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Að sögn Baldurs Sæmundssonar, áfangastjóra verknámsgreina í MK, hefur verið samband við Ritz undanfarin 6-7 ár. Síðan fæddist sú hugmynd að kenna hér fyrsta árið af hótelstjórnunarnámi Ritz. Námið hefst næsta vor.
Heimasíða César Ritz Colleges Switzerland: www.ritz.edu
Heimild: Mk.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Uppskriftir5 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt17 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi





