Frétt
Samið um eftirlit með lífrænni framleiðslu
Forstjóri Matvælastofnunar og framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns undirrituðu í gær samning um framsal eftirlits með lífrænni framleiðslu. Tún mun því áfram annast vottun og eftirlit með ræktun og framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða eins og hingað til.
Árið 2017 tók gildi hérlendis reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara. Með breytingu á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu sem tóku gildi 1. janúar 2019 fer Matvælastofnun með stjórnsýslu og opinbert eftirlit á þessu sviði. Matvælastofnun hefur heimild til að framselja vottun og eftirlit til aðila með faggildingu.
Matvælastofnun auglýsti í október sl. eftir faggildum aðila til að sinna vottun og reglubundnu eftirliti með þeim sem sækja um eða hlotið hafa starfsleyfi til að framleiða, dreifa og markaðssetja lífrænt vottaðar afurðir. Ein umsókn barst stofnuninni. Hún var frá Vottunarstofunni Tún sem hefur annast eftirlitið frá árinu 1994.
Í samningnum eru skilyrði og fyrirkomulag framsals skilgreind en ákveðnir þættir eru ekki framseldir og er þar helst að nefna veitingu undanþága frá reglum og eftirlit með störfum Vottunarstofunnar.
Mynd: mast.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro