Frétt
Samið um eftirlit með lífrænni framleiðslu

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar og Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Tún undirrita samning um framsal eftirlits með lífrænni framleiðslu og merkingum
Forstjóri Matvælastofnunar og framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns undirrituðu í gær samning um framsal eftirlits með lífrænni framleiðslu. Tún mun því áfram annast vottun og eftirlit með ræktun og framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða eins og hingað til.
Árið 2017 tók gildi hérlendis reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara. Með breytingu á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu sem tóku gildi 1. janúar 2019 fer Matvælastofnun með stjórnsýslu og opinbert eftirlit á þessu sviði. Matvælastofnun hefur heimild til að framselja vottun og eftirlit til aðila með faggildingu.
Matvælastofnun auglýsti í október sl. eftir faggildum aðila til að sinna vottun og reglubundnu eftirliti með þeim sem sækja um eða hlotið hafa starfsleyfi til að framleiða, dreifa og markaðssetja lífrænt vottaðar afurðir. Ein umsókn barst stofnuninni. Hún var frá Vottunarstofunni Tún sem hefur annast eftirlitið frá árinu 1994.
Í samningnum eru skilyrði og fyrirkomulag framsals skilgreind en ákveðnir þættir eru ekki framseldir og er þar helst að nefna veitingu undanþága frá reglum og eftirlit með störfum Vottunarstofunnar.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!