Markaðurinn
Sameinast og eru flutt í nýtt og stórglæsilegt húsnæði
Um áramót sameinuðust Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import undir einni kennitölu. Hið sameinaða félag ber nafnið Fastus ehf. en skiptist í tvö meginsvið; Expert og Fastus heilsu.
Fyrirtækið er nú þegar flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers. Áætluð ársvelta samstæðunnar er um 7 milljarðar króna.
Fyrirtækjasvið Fastus starfar nú undir nafninu Expert
Hjá Expert finnur þú alla helstu sérfræðinga í ráðgjöf og sölu á vörum fyrir veitingastaði, hótel og fyrirtæki, bæði tæki og rekstrarvöru ásamt einu stærsta tæknisviði landsins þar sem við þjónustum eldhústæki, kælitæki, heilbrigðisvörur, rannsóknartæki, kaffivélar, bjórdælur, þvottavélar og margt fleira.
Félagið kappkostar að vinna með þeim bestu og er það nýja slagorð félagsins „Vinnum með þeim bestu“. Hvort sem það snýr að bestu vörumerkjunum, besta fagfólkinu eða bestu sérfræðingunum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025