Markaðurinn
Sameinast og eru flutt í nýtt og stórglæsilegt húsnæði
Um áramót sameinuðust Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import undir einni kennitölu. Hið sameinaða félag ber nafnið Fastus ehf. en skiptist í tvö meginsvið; Expert og Fastus heilsu.
Fyrirtækið er nú þegar flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers. Áætluð ársvelta samstæðunnar er um 7 milljarðar króna.
Fyrirtækjasvið Fastus starfar nú undir nafninu Expert
Hjá Expert finnur þú alla helstu sérfræðinga í ráðgjöf og sölu á vörum fyrir veitingastaði, hótel og fyrirtæki, bæði tæki og rekstrarvöru ásamt einu stærsta tæknisviði landsins þar sem við þjónustum eldhústæki, kælitæki, heilbrigðisvörur, rannsóknartæki, kaffivélar, bjórdælur, þvottavélar og margt fleira.
Félagið kappkostar að vinna með þeim bestu og er það nýja slagorð félagsins „Vinnum með þeim bestu“. Hvort sem það snýr að bestu vörumerkjunum, besta fagfólkinu eða bestu sérfræðingunum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum