Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Salatsjoppan er nýr skyndibitastaður á Akureyri
Salatsjoppan er nýr skyndibitastaður við Tryggvabraut 22 á Akureyri þar sem salat verður í aðalhlutverki. Staðurinn opnaði nú á dögunum og er opinn allan daginn og fram eftir kvöldi. Eigendur eru Karen Sigurbjörnsdóttir og Davíð Kristinsson.
Matseðillinn er girnilegur og í boði er fjölbreytt úrval af salötum með kjúklingi, beikoni, túnfiski, hægeldaðar nautakinnar svo fátt eitt sé nefnt, en gestir geta líka valið sér sjálfir hráefnið í salatið.
Matseðill:
Eigendur:
![Nýr veitingastaður á Akureyri - Salatsjoppan](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/salatsjoppan-5.jpg)
Karen Sigurbjörnsdóttir er eigandi og rekstrarstjóri staðarins. Hún er nýútskrifuð úr sálfræði en lengi hefur það verið draumur að reka eigin veitingastað – alveg frá því að hún ætlaði að taka við Greifanum af pabba sínum.
![Nýr veitingastaður á Akureyri - Salatsjoppan](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/salatsjoppan-4.jpg)
Davíð Kristinsson er annar af tveimur eigendum Salatsjoppunnar. Davíð er heilsu- og næringarþjálfari og rekur líkamsræktarstöðina Heilsuþjálfun á efri hæðum byggingarinnar við Tryggvabraut 22, þar sem Salatsjoppan verður til húsa. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um næringu og lífsstíl í gegnum tíðina og haldið fræðslufyrirlestra um land allt fyrir fjölda fólks. Davíð sinnir ráðgjöf við matseðla og uppskriftir ásamt því að koma húsnæðinu í stand.
Prufukeyrsla:
https://www.instagram.com/p/BSUuBlNBnqD/
Með fylgja nokkar myndir frá framkvæmdunum:
Myndir: facebook / Salatsjoppan
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala