Vín, drykkir og keppni
Sala áfengis og tóbaks árið 2018 og þróun sölu undanfarin ár
Á árinu 2018 seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa.
Á vef Vínbúðarinnar kemur fram að ef skoðaðir eru helstu flokkar þá minnkaði sala á rauðvíni um 0,49%, á hvítvíni minnkaði salan um 2,42%, sala á bjór jókst um 0,48% og munaði þar mest um að sala á öðrum bjór en lagerbjór jókst um 6%. Sala á blönduðum drykkjum jókst um 26% en það eru drykkir sem byggja á sterku áfengi.
Mikill áhugi hefur verið á sölu kampavíns en það er undirflokkur freyðivíns. Sala á freyðivíni í heild jókst um 20% og salan á kampavíni sérstaklega um nærri 25%. Seldir voru 14.389 lítrar af kampavíni en árið 2007 seldust 15.920 lítrar svo því marki hefur ekki verið náð.
Fjöldi viðskiptavina var 4.996 þúsund og fjölgaði um 1,6% frá árinu 2017.
Í tóbaki var salan þannig að ÁTVR seldi um 882 þúsund karton af vindlingum sem er 3% minnkun frá 2017, þá seldust um 4.478 þúsund vindlar sem er 7,4% minnkun frá 2017, af reyktóbaki seldust 7.642 kg en það er 9,9% minnkun frá 2017 og loks seldust 44,671 kg af neftóbaki sem er 18,7% aukning frá 2017.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins