Vín, drykkir og keppni
Sala áfengis og tóbaks árið 2018 og þróun sölu undanfarin ár
Á árinu 2018 seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa.
Á vef Vínbúðarinnar kemur fram að ef skoðaðir eru helstu flokkar þá minnkaði sala á rauðvíni um 0,49%, á hvítvíni minnkaði salan um 2,42%, sala á bjór jókst um 0,48% og munaði þar mest um að sala á öðrum bjór en lagerbjór jókst um 6%. Sala á blönduðum drykkjum jókst um 26% en það eru drykkir sem byggja á sterku áfengi.
Mikill áhugi hefur verið á sölu kampavíns en það er undirflokkur freyðivíns. Sala á freyðivíni í heild jókst um 20% og salan á kampavíni sérstaklega um nærri 25%. Seldir voru 14.389 lítrar af kampavíni en árið 2007 seldust 15.920 lítrar svo því marki hefur ekki verið náð.
Fjöldi viðskiptavina var 4.996 þúsund og fjölgaði um 1,6% frá árinu 2017.
Í tóbaki var salan þannig að ÁTVR seldi um 882 þúsund karton af vindlingum sem er 3% minnkun frá 2017, þá seldust um 4.478 þúsund vindlar sem er 7,4% minnkun frá 2017, af reyktóbaki seldust 7.642 kg en það er 9,9% minnkun frá 2017 og loks seldust 44,671 kg af neftóbaki sem er 18,7% aukning frá 2017.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð