Vertu memm

Freisting

Safnahelgi á Suðurlandi 7 – 9 Nóvember 2008

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Ströndin Vík í Mýrdal
Fýlaveisla.

Frá Hvolsvelli lá leiðin austur á bóginn til Víkur, en þar ætlaði kallinn að mæta í fýlaveislu þá um kvöldið, en það er gamall siður í Mýrdalnum að borða fýl og reddaði Elli veitingamaður mér station útgáfuna eins og hjá Ólafi í Dagvaktinni, það er að segja gisting og fæði.

Undirbúningur að veislunni hófst um mánaðarmótin ágúst/September með að nokkrir menn í Vík fóru til fýlaveiða og veiddu um 200 fugla, síðan er sérstakur ferill við verkun, fyrst er fuglinn kældur, síðan reyttur og loks sviðinn og þar á eftir er hann snyrtur, farið inn í hann og innyflin tekinn úr, skolaður og að endingu er hann sykur saltaður í tunnu í ca 2 mánuði ( 10% sykur á móti salti ), eftir þennan ferill er hann klár til suðu og átu.

En aftur í nútímann, ég fékk herbergi í einu af litlu húsunum við hliðina á hótelinu með alveg fanta útsýni, lagði mig en passaði að hafa diet klárt á kantinum.

Var mættur um hálf átta leitið niður á ströndina og fékk ég þá að vita að húsnæðið hafði sprengt utanaf sér og loka þyrfti Víkurskála sem er áfastur Ströndinni, með sölu á grillmat þar sem nota þyrfti öll möguleg sæti fyrir gesti veislunnar um kvöldið.  Var settur á borð með Vestmannaeyingum með sjálfan Árna Johnsen fremstan í flokki en hann var veislustjóri og skemmtikraftur.

Þá hófst borðhaldið og það sem var í boði var eftirfarandi:

Auglýsingapláss

Saltaður fýll, soðnar rófur, soðnar kartöflur, smjör og fyrir gikkina var hangikjöt með uppstufi, grænum baunum og rauðkáli og hafði Elli sagt mér að það væri hefð fyrir því að borða mikið smjör með fýlnum og þegar ég prófaði það rann upp fyrir mér hvað hann meinti, það smellpassaði saman og getið þið prófað það með því að borða saltkjöt og smjör saman en það er það hráefni sem mér fannst fýllinn líkjast mest.

Vestmannaeyingarnir sögðu mér að út í eyjum væri fýllinn líka snæddur og minnti Árna að hann væri sætari eins og hann væri verkaður þar, einnig sögðu þeir mér að sá siður væri í eyjum að borða hrísgrjónagraut með rúsinum á eftir og ef menn vildu vera hátíðlegir var bláberjasúpa með rjóma höfð.

Eftir borðhald tók Árni við að syngja og segja sögur og nú sem endanær leið ekki langur timi þar til Árni hafði salinn í hendi sér syngja eins og “troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér María María “

Allir voru yfir sig ánægðir með kvöldið og er óhætt að segja að þessi uppákoma er komin til að vera og enn eitt merkið um að hið Íslenska eldhús er á hraðri leið til frama.

Safnahelgi á SuðurlandiÞriðji hluti

Safnahelgi á SuðurlandiAnnar hluti

Auglýsingapláss

Safnahelgi á SuðurlandiFyrsti hluti

/Sverrir

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið