Freisting
Safnahelgi á Suðurlandi 7 9 Nóvember 2008
Hótel Geysir hefðir úr héraði
Undir þessum orðum kynnti hótelið sinn hluta af safnahelginni og var kallinn mættur á svæðið á föstudeginum til að taka hús á Bjarka og félögum og smakka á matnum.
Þetta var svona station útgáfa eins og Ólafur á dagvaktinni myndi segja , gisting og matur. Fyrst var að koma sér fyrir í húsi númer 10 og var ég búinn að keyra að öllum húsunum þegar ég rak augun í númerið á rétta húsinu, skolað af sér stressrykið úr höfuðborginni og sett í sveitagírinn.
Um 8 leitið mætti ég í salinn og var vísað til borðs og afhentur matseðillinn til lesturs, og var hann svohljóðandi:
Reykt gæsarúlla með rjómaosti og sesam fræjum á sunnlensku haustsalati
**********
Tungufljótslax á blómkálsmauki með hverabrauðsskel
**********
Biskupstungnatómatar í allri sinni dýrð( seyði,salsa,bakaður,snafs)
**********
Nautasteik með saltkjöti og baunum í hvítkálsböggli borið fram með kartöflusmælki og Blóðbergssósu
**********
Sunnlenskir ostar ( Dímon, Hrókur, og Kastali)
**********
Ábrestir með rabbarakaramellu frá Löngumýri
Allur matur var úr héraði ,til dæmis ábrestir sem var frá Drumoddstöðum og kýrin heitir Túpa og bar 31/10 síðastliðinn, gæsin af heiðunum fyrir ofan Geysir , ostarnir frá Selfossi, hverabrauð Haukadal sem og blóðbergið og salat frá Engi svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem fram kemur í matseðlinum.
Spenntastur var ég á að vita hvernig aðalrétturinn kæmi út og get ég sagt það um hann að þessi andstæðu brögð trufluðu ekkert hvort annað og á ég þá við saltkjötið versus nautakjötið.
Maturinn var firnagóður og stóð vel fyrir sínu, en samt var það þjónustan sem að heillaði mig bókstaflega upp úr skónum, hafa verið á Holtinu kvöldið áður í þvílíkri upplifun var það eiginlega enn meiri upplifun að lengst upp í sveit skyldi vera staður sem jafnaði Holtið í gæðum og þjónustu, og verð ég að viðurkenna að öllu öðru átti ég von á, en Þjónarnir á Geysi eru frá Ungverjalandi, fagmenntaðir í sínu heimalandi en hafa unnið í nokkur ár í sveitinni og vissu upp á hár hvers var ætlast til frá þeim .
Ég verð eiginlega að segja, það er hvers kílómeters virði að keyra á Geysi og fá sér snæðing, þarna er fagfólk að störfum.
Eins og sést á myndinni af ostadiskinum voru þeir í eldhúsinu í prakkarastuði og settu gráðost á diskinn í staðinn fyrir hrókinn og komu stuttu seinna og þegar ég byrjaði að þenja mig sprungu þeir úr hlátri og smelltu hróknum á borðið og urðu þar með hrókur alls fagnaðar.
12.11.2008
Safnahelgi á Suðurlandi – Fyrsti hluti

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora