Freisting
Safnahelgi á Suðurlandi 7 9 Nóvember 2008
Hótel Hvolsvöllur villibráðarhlaðborð
Lagði af stað frá Geysir um ellefu leitið og nú var kúrsinn tekinn á Hvolsvöll til að taka hús þeim á hótelinu og kynnast hvað þeir bjóða upp á þessa helgi, renndi í hlað um eitt leitið og fór inn. ( www.hotelhvolsvollur.is )
Tók Stefán tali, en hann sagði að á föstudagskvöldinu hafi þeir verið með Njáluhlaðborð í Sögusetrinu þar sem meðal annars var boðið upp á slátursúpu og síðan Gunnarshlaðborð á hótelinu sem er gamli maturinn eins og hann er þekktur í sveitinni og klukkan 3 í dag væri afmælisveisla og um kvöldið Villibráðarhlaðborð og þegar uppselt.
Tekinn var túr um hótelið með Óla hótelstjóra meðan Stebbi græjaði eitthvað á diska og eru herbergin glæsileg á hótelinu sem og salarkynnin í húsinu, og sting ég upp á því að árshátíð og aðalfundur KM árið 2010 verði haldin á Hótel Hvolsvelli.
Eftirfarandi seðil setti hann upp:
Léttreykt lambalifur á andaliframousse með cepssveppum, fíkjusultu og rifsberjum
***************
Fersk Tindabikkja með súrsætri kanelsósu, Krónhjörtur á rófubotni með graskersmauki, heimalagað villibráðarpaté með bláberjasósu
***************
Dúfubringur og Danskur áll á kartöfluköku með villiberjasósu og brómberjum
***************
Mojito skyr með ferskum jarðaberjum og hökkuðum möndlum
Allt var þetta frábærlega gott, en vinnerinn var reykta lambalifrin hún var alveg geðveikislega góð og skýrt dæmi um hvað er hægt að gera úr íslensku hráefni ef áræðnir matreiðslumenn fá að njóta sín, en hún er reykt hjá Kjarnafæði í samvinnu við Stefán, einnig skal þess getið að skyr rétturinn hans vann til fyrstu verðlauna í eftirrétta keppni á hausthátíð Rángárþing eystra nú í september síðastliðnum.
Af þessu má sjá að þeir Hótelmenn á Hvolsvelli eru að gera góða hluti í sveitinni og segi ég bara keep on.
Meðfylgjandi eru myndir af tertum og kökum og afmælishlaðborðið allt heimalagað og villibráðarréttunum sem áður hafa verið taldir upp.
Safnahelgi á Suðurlandi – Annar hluti
Safnahelgi á Suðurlandi – Fyrsti hluti
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast