Freisting
Safnahelgi á Suðurlandi 7 9 Nóvember 2008

Icelandairhotels Hótel Klaustur – Villibráð
Vaknaði um 10 leitið, græjaði sig og mætti niður í Víkurskála í morgunmat, sátum í smátíma og spjölluðum ég og Elías veitingamaður, svo var komið tæm til að halda áfram og var kúrsinn aftur í austur, því ég hafði mælt mér mót við þá félaga Kalla hótelstjóra og Rúnar kokk á Hótel Klaustri, en kvöldið áður hafði verið villibráðahlaðborð hjá þeim, og þeir ætluðu að setja upp nokkra af réttunum sem voru á áðurnefndu borði.

Renndi í hlað um hálf eitt leitið, þannig að hádegistraffikin var frá, heilsaði upp á Kalla sem vísaði mér inn í veitingasalinn þar til að Rúnar kokkur hafði tíma til að setjast niðu með mér og segja frá matnum.
Og hér kemur matseðillinn:

1 diskur
Kofareyktur Sjóbirtingur frá Júlla á Mörk Skaftárhreppi, heimalagað rúgbrauð með saltfisbrandade, grafinn Sjóbirtingur, reykt Klausturbleikja frá Birgir annars vegar í rúllu fyllt með rjómaosti og dilli og hinsvegar léttsteikt og var sú útfærsla og kofareykti sjóbirtingurinn sem voru vinnerarnir á þessum diski að öðru ólöstuðu.

2 diskur
Villibráðarsúpa með villisveppum og rjómatoppi.
Klassiker sem aldrei klikkar

3 diskur
Heimalagað hreindýrapaté, Gæsarilla á snittu og grænum pipar, hunangsgljáð Lundarbringa, grafið lambainnralæri með lauksultu, reyktur lundi, hægeldaðar gæsabringur með rjómaosti og bláberjum, marinerað hreindýrafille í tómat, rauðlauk og capersdressingu.
Nammi namm


4 diskur
Kofareykt hrátt hangikjöt frá Júlla á Mörk.
Algjört sælgæti

5 diskur
Frönsk súkkulaðikaka með villiberjacompot og heimalöguðum vanillurjómaís.
Toppurinn á tilverunni
Öllu skolað niður með Pepsi max og langaði mann einna helst til að leggja sig eftir öll ósköpin en það var enginn tími til þess því nú skyldi keyrt í vestur og hvert, kemur í næsta pistil.
Safnahelgi á Suðurlandi – Fjórði hluti
Safnahelgi á Suðurlandi – Þriðji hluti
Safnahelgi á Suðurlandi – Annar hluti
Safnahelgi á Suðurlandi – Fyrsti hluti
Myndir og texti: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





