Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sæta svínið opnar í dag – Nýr og spennandi íslenskur Gastropub
Í dag opnar nýr spennandi Gastropub í Fálkahúsinu, Hafnarstræti 1-3. Eigendur eru sami hópur og stendur á bak við vinsælu veitingahúsin Tapasbarinn, Sushi Samba og Apotek kichen + bar.
Sæta svínið er Gastropub þar sem þú getur droppað við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu.
Áherslan er lögð á bragðgóðan mat búin til úr íslenskum fyrsta flokks hráefnum á góðu verði ásamt gott úrval af bjór, víni og kokteilum til að njóta með matnum t.d. eru 10 tegundir af bjór á krana.
Um hönnun staðarins sá Leifur Welding.
Guðmundur Malberg Loftsson verður yfir í eldhúsinu og veitingastjóri er Eyvindur Kristjánsson.
Áhugaverður og girnilegur mat-, og vínseðill og er alveg þess virði að kíkja við og prufa nýja og spennandi viðbót við íslenska veitingaflóru.
Myndir: facebook/saetasvinid
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni















