Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sæta svínið opnar í dag – Nýr og spennandi íslenskur Gastropub
Í dag opnar nýr spennandi Gastropub í Fálkahúsinu, Hafnarstræti 1-3. Eigendur eru sami hópur og stendur á bak við vinsælu veitingahúsin Tapasbarinn, Sushi Samba og Apotek kichen + bar.
Sæta svínið er Gastropub þar sem þú getur droppað við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu.
Áherslan er lögð á bragðgóðan mat búin til úr íslenskum fyrsta flokks hráefnum á góðu verði ásamt gott úrval af bjór, víni og kokteilum til að njóta með matnum t.d. eru 10 tegundir af bjór á krana.
Um hönnun staðarins sá Leifur Welding.
Guðmundur Malberg Loftsson verður yfir í eldhúsinu og veitingastjóri er Eyvindur Kristjánsson.
Áhugaverður og girnilegur mat-, og vínseðill og er alveg þess virði að kíkja við og prufa nýja og spennandi viðbót við íslenska veitingaflóru.
Myndir: facebook/saetasvinid
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann