Freisting
Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð
Fyrir utan veitingastað Sægreifans
Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað.
Í greininni er súpunni og verðinu hrósað mikið og mælt með því að allir ferðalangar á leið
|
sinni til Íslands geri það að sínu fyrsta verki að fara á Sægreifann og fá sér humarsúpu.
Blaðamaðurinn talaði einnig um hrefnukjötið og sagði að ekki væri hægt að finna bragðmun á því og nautalundum, svo gott væri það. Hákarlinn hafði hins vegar ekki sömu áhrif og humarsúpan eða hrefnukjötið.
Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans, sagði aðspurður þetta vera
|
mikið hrós og staðfestingu á því sem hann hefur alltaf talið, að þetta væri besti sjávarréttastaður í bænum. Greinin kom til vegna tilviljunar einnar saman og heilluðust þeir svo að ákveðið var að birta grein um humarsúpuna góðu.
Greint frá á Visir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?