Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

RVK Brewing Co. opnar formlega í Tónabíó í Skipholti – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Rvk Brewery bruggstofan opnar formlega í Tónabíó í Skipholti

Nú á dögunum opnaði formlega RVK Brewing Co. í viðbyggingu í gamla Tónabíó og Vinabæ hússins í Skipholti.

„Það var smekkfullt hjá okkur frá opnun til lokunar“

Sagði Sigurður Pétur Snorrason eigandi RVK Brewing Co. í samtali við veitingageirinn.is.

Nú stóð til að opna í fyrra, hvers vegna þessi seinkun?

„Það er langt mál að tala um þetta. Í stuttu máli þá ætluðum við bara að vera með starfsemi í fremra rými þar sem poppkorn salan var áður, en aðrir aðilar áttu að sjá um sjálfan bíósalinn. Slökkviliðið setti hins vegar stopp á það, þar sem þá þurfa hvorir aðilar um sig að treysta á flóttaleiðir gegnum starfsemi óskilds aðila.

Þetta kemur upp eftir að húsið hafði verið samþykkt tvisvar hjá Byggingafulltrúa, búið að gefa út vottorð um lokaúttekt og starfsleyfi frá HER. Það tók allan þennan tíma að vinna úr þessu máli.“

Sagði Sigurður Pétur.

Rvk Brewery bruggstofan opnar formlega í Tónabíó í Skipholti

RVK Brewing Co. er stanslaust að gera nýja bjóra og eru með 22 tegundir á krana, svo það er mikil fjölbreytni í úrvali og stöðugt er það að breytast.

„Þetta er talsvert stærra en gamla bruggstofan í gamla brugghúsinu okkar í Skipholti 31. Við verðum með meira úrval, meira af sætum, lengri opnunartíma og verðum meiri sýnileg í götunni heldur en bakatil sem við vorum áður.

Þegar bíósalurinn opnar í haust þá verður þetta miðstöð lista og gleði og fjöldi fólks á eflaust eftir að koma við og njóta drykkja okkar í bland við skemmtun í bíósalnum.“

Sagði Sigurður Pétur.

„Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll.

Sagði Sigurður Pétur, um nýja bjórinn sem er líka bingóspjald, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.  Í spilaranum hér að neðan má horfa á innslag fréttarinnar:

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið