Freisting
Rub 23 stimplar sig inn
Einar Geirsson hefur verið með veitingarekstur í 5 ár í gilinu á Akureyri en gatan heitir Kaupvangsstræti og er númer þar sem staðurinn er 23. Var hann framan af rekinn undir nafninu Cafe Karólina en í fyrra breytti chefinn um stefnu í matnum og breytti salnum, stækkaði svalirnar um helming og var kominn með góða stærð á rekstraeiningu.
Í matnum tók hann inn rub krydd sem grunn í eldamennskunni og getur fólk valið hvaða blöndu það vill á hvort sem er kjöt eða fisk, og þar með lá nafnið á staðnum í augum uppi Rub 23, með vísan í kryddblöndunar og húsnúmer staðarins.
Ég átti þess kost ekki alls fyrir löngu að smakka á matnum hjá Einari við annan mann. Matseðillinn var eftirfarandi:
Umi sushi and sashimi
Bread and indianjogurt
Sushi pizza, arctic char tempura and maki with unagi sauce
Chefs garden salad with soya-sesam dressing
Chefs garden carrots, garlic, mynt and lime
Asian-house-arabian-creola-magic pepper rub
Cod magic pepper rub, icelandic lobster tail, frozen coconut-sake
Mixed seafood plate with catfish creola-salted cod citrus rosmary-flounder asian arctic char sweet mango chilly-wakame asian salad
Filled of lamb in indian rub with potato eskó
Baked rhubarb frangipane with honey whiskey ice crème
Við höfðum fengið á borðið línur af kryddblöndunum til smökkunar og fannst okkur báðum að þær væru svolítið saltar og vorum spenntir hvernig þær kæmu út komnar á hráefnið og verður að viðurkennast að það kom okkur vel á óvart hversu mildar þær voru eftir eldun og hvað samspil hráefnis, eldunar, kryddunar og framsetning var á háu stigi, fljótt svarað besta máltíð norðan heiða sem ég hef borðað og ekki skemmdi fyrir frábær þjónusta frá hendi faglærðs Þjóns honum Sigmari sem passaði upp á að alltaf var bensin á kantinum.
Einar er svolítið að rækta heima hjá sér, en hann býr fyrir utan Akureyri og er að rækta t.a.m. kryddjurtir, káltegundir, jarðaber og gulrætur sem hann notar á staðnum og er það vel að matreiðslumenn hafi sens fyrir þessu því þarna er hægt að spara í rekstri.
Það voru 2 afar sátti gestir sem kvöddu þá félaga Einar og Sigmar með þökk fyrir þá upplifun sem hér á undan er lýst og megi þeim farnast vel í framtíðinni.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu