Uppskriftir
RófuTaco með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma
2 rófur, best að hafa þær frekar stórar
1 msk. sítrónusafi
1 msk. ólífuolía
Aðferð:
Afhýða rófurnar og skera í þunnar sneiðar, best að nota mandólín. Hræra saman sítrónusafa og ólífuolíu og marínera rófurnar upp úr því í u.þ.b. 10 mínútur.
Avókadóyndi
2 avókadó, afhýdd og skorin í bita
2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður – má nota vorlauk
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
2 msk. límónusafi
1 stórt hvítlauksrif, pressað
½ tsk. salt
smá nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Stappa avókadóið og hræra útí það rauðlauk, límónusafa og hvítlauk. Krydda með smá salti og nýmöluðum, svörtum pipar.
Sýrður kasjúrjómi
2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
½ dl vatn
¼ dl límónusafi
1 msk. næringarger
1⁄8 tsk. hvítur pipar
¼ tsk. sjávarsalt
Aðferð:
Allt sett í blandara þar til blandan er orðin silkimjúk. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni. Passið samt að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.
Beygja rófusneiðina svo hún myndi U. Setja eitt salatblað í botninn, síðan 2-3 msk. af avókadóyndi og kasjúrjóma yfir.
Gott er að strá smátt söxuðum kirsuberjatómötum yfir ásamt fínt skornum pekanhnetum.
Höfundur er Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og hún er gjarnan kölluð.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun