Uppskriftir
RófuTaco með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma
2 rófur, best að hafa þær frekar stórar
1 msk. sítrónusafi
1 msk. ólífuolía
Aðferð:
Afhýða rófurnar og skera í þunnar sneiðar, best að nota mandólín. Hræra saman sítrónusafa og ólífuolíu og marínera rófurnar upp úr því í u.þ.b. 10 mínútur.
Avókadóyndi
2 avókadó, afhýdd og skorin í bita
2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður – má nota vorlauk
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
2 msk. límónusafi
1 stórt hvítlauksrif, pressað
½ tsk. salt
smá nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Stappa avókadóið og hræra útí það rauðlauk, límónusafa og hvítlauk. Krydda með smá salti og nýmöluðum, svörtum pipar.
Sýrður kasjúrjómi
2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
½ dl vatn
¼ dl límónusafi
1 msk. næringarger
1⁄8 tsk. hvítur pipar
¼ tsk. sjávarsalt
Aðferð:
Allt sett í blandara þar til blandan er orðin silkimjúk. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni. Passið samt að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.
Beygja rófusneiðina svo hún myndi U. Setja eitt salatblað í botninn, síðan 2-3 msk. af avókadóyndi og kasjúrjóma yfir.
Gott er að strá smátt söxuðum kirsuberjatómötum yfir ásamt fínt skornum pekanhnetum.
Höfundur er Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og hún er gjarnan kölluð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







