Uppskriftir
Rófuborgari með paprikusalsa og kryddjurtakotasælu
1 stór rófa
1 hvítlauksrif
8 basilíkublöð
4 stönglar steinselja
4 msk. heslihnetuolía
salt og nýmulinn pipar
4 þroskaðir tómatar
200 g niðurlögð rauð paprika
½ rauður chili-pipar
fræ úr ¼ af granatepli
10 pistasíuhnetur
8 msk. kotasæla
hrökkbrauð
grænkálsblöð
Aðferð:
Rófan skræld og skorin í fjórar álíka þykkar sneiðar. Hvítlaukur og kryddjurtir maukað vel saman og heslihnetuolíunni bætt við. Helmingnum af maukinu smurt á rófurnar, saltað og piprað.
Rófusneiðar og tómatar bakað í u.þ.b. 15 mínútur í 200°C heitum ofni. Paprika og chili-pipar saxað niður og granateplafræjum blandað saman við. Hinum helmingnum af kryddjurtamaukinu hrært saman við kotasælu.
Pistasíuhnetur ristaðar og muldar gróft. Grænkál bakað við 130°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til það er orðið stökkt. Setjið hrökkbrauð á disk og helminginn af paprikusalsanu á kexið, síðan rófuna, þá bakaða tómatinn og kotasæluna.
Setjið restina af paprikusalsanu til hliðar, dreifið pistasíuhnetunum yfir og að lokum stökku grænkálinu.
Höfundur er Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park







