Uppskriftir
Rófuborgari með paprikusalsa og kryddjurtakotasælu
1 stór rófa
1 hvítlauksrif
8 basilíkublöð
4 stönglar steinselja
4 msk. heslihnetuolía
salt og nýmulinn pipar
4 þroskaðir tómatar
200 g niðurlögð rauð paprika
½ rauður chili-pipar
fræ úr ¼ af granatepli
10 pistasíuhnetur
8 msk. kotasæla
hrökkbrauð
grænkálsblöð
Aðferð:
Rófan skræld og skorin í fjórar álíka þykkar sneiðar. Hvítlaukur og kryddjurtir maukað vel saman og heslihnetuolíunni bætt við. Helmingnum af maukinu smurt á rófurnar, saltað og piprað.
Rófusneiðar og tómatar bakað í u.þ.b. 15 mínútur í 200°C heitum ofni. Paprika og chili-pipar saxað niður og granateplafræjum blandað saman við. Hinum helmingnum af kryddjurtamaukinu hrært saman við kotasælu.
Pistasíuhnetur ristaðar og muldar gróft. Grænkál bakað við 130°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til það er orðið stökkt. Setjið hrökkbrauð á disk og helminginn af paprikusalsanu á kexið, síðan rófuna, þá bakaða tómatinn og kotasæluna.
Setjið restina af paprikusalsanu til hliðar, dreifið pistasíuhnetunum yfir og að lokum stökku grænkálinu.
Höfundur er Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Uppskriftir5 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt20 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi







