Uppskriftir
Rófuborgari með paprikusalsa og kryddjurtakotasælu
1 stór rófa
1 hvítlauksrif
8 basilíkublöð
4 stönglar steinselja
4 msk. heslihnetuolía
salt og nýmulinn pipar
4 þroskaðir tómatar
200 g niðurlögð rauð paprika
½ rauður chili-pipar
fræ úr ¼ af granatepli
10 pistasíuhnetur
8 msk. kotasæla
hrökkbrauð
grænkálsblöð
Aðferð:
Rófan skræld og skorin í fjórar álíka þykkar sneiðar. Hvítlaukur og kryddjurtir maukað vel saman og heslihnetuolíunni bætt við. Helmingnum af maukinu smurt á rófurnar, saltað og piprað.
Rófusneiðar og tómatar bakað í u.þ.b. 15 mínútur í 200°C heitum ofni. Paprika og chili-pipar saxað niður og granateplafræjum blandað saman við. Hinum helmingnum af kryddjurtamaukinu hrært saman við kotasælu.
Pistasíuhnetur ristaðar og muldar gróft. Grænkál bakað við 130°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til það er orðið stökkt. Setjið hrökkbrauð á disk og helminginn af paprikusalsanu á kexið, síðan rófuna, þá bakaða tómatinn og kotasæluna.
Setjið restina af paprikusalsanu til hliðar, dreifið pistasíuhnetunum yfir og að lokum stökku grænkálinu.
Höfundur er Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas