Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rjúpnasmakk á jólahlaðborði í Bjarkalundi
Sölubann er á rjúpu.
Það hefur vakið nokkra athygli að á árlegu jólahlaðborði í Bjarkalundi verður boðið upp á rjúpur í bláberjavillisósu, en sölubann er á rjúpum. Að sögn Ástu Kristjánsdóttur hjá Bjarkalundi á bannið þó ekki við rjúpuna sem verður á boðstólum hjá þeim þar sem ekki verður um neina sölu að ræða.
Við fengum rjúpuna gefins, og seljum hana ekki. Við seljum inn á hlaðborðið en gefum með því smakk af rjúpu. Þetta er örlítið, einar tíu rjúpur en við eigum von á um hundrað manns á hlaðborðið, svo þetta er bara smá smakk. Þá segir Ásta að nokkur fjöldi hafi þegar skráð sig en það sé alvanalegt að fólkið í sveitinni sé lengi að taka við sér. Þetta hefur verið eins síðastliðin þrjú ár, við höfum fengið um og yfir hundrað manns. Við getum mest tekið við 130-140 manns, en þá er orðið svolítið þröngt.
Hið árlega jólahlaðborð í Bjarkalundi verður tíunda desember. Á boðstólum verða ýmsar kræsingar, fyrir utan rjúpnasmakkið, til dæmis grafinn lundi, villikryddað lambalæri, heilsteikt gæs, hreindýrabollur í gráðostasósu, jurtakryddað lambalæri og margt, margt fleira. Þá verður meðal annars boðið upp á jólafrómas að hætti Bjarkalundar í eftirrétt. Haddó og Lolli munu sjá um ljúfa músík, og þá tekur við harmonikkutónlist. Húsið opnar klukkan 19, og miðaverð er 3.950 krónur. Borðapantanir fara fram í síma 895-7762 (Ásta) og 892-3328 (Guðmundur).
Heimasíða: www.bjarkalundur.is
Greint frá á BB.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10