Uncategorized
Riesling eins og það gerist hvað best
Þýsku vínin Palts hafa vakið mikla athygli í Vínbúðum. Þau þykja einkar góð kaup enda nýbúið að lækka verðið á þeim og kosta nú 1.090 kr.
Palts Riesling er riesling vín eins og þýsk riesling vín gerast hvað best.
Þetta Riesling-vín frá Pfalz í Þýskalandi er fulltrúi nýrrar kynslóðar af matarvænni og þurrari vínum, sem hafa komið fram á undanförnum áratug eða svo, og er því ætlað að leiða þýska víngerð úr þeim ógöngum sem hún var (og er) komin í… Þurrt og Alsace-legt hvítvín sem er gott með meðalþungum fiskréttum og salati en einnig sem fordrykkur. segir Þorri Hringsson í umsögn sinni í Gestgjafanum.
Palts Weissburgunder er mjög gott sem fordrykkur en einnig sem veisluvín og það gengur í flesta. Um vínið segir Þorri: Þrúgan wiessburgunder er líklega þekktari undir nafninu pinot blanc og er ræktuð víða í Frakklandi en þó helst í Alsace þar sem hún er ýmist notuð ein og sér eða í Edelzwicker-blöndur. Þetta vín er upprunnið í héraðinu Pfalz og er góður fulltrúi hins nýja, þýska víngerðarstíls sem á sér einmitt fyrirmynd í Alsace eða þá í Austurríki þar sem kröfur manna um þurr hvítvín aukast en smekkur fyrir hinum hefðbundnu hálfsætu vínum hefur heldur dvínað.
Af þeim þremur hvítvínum sem Palts býður upp á er Rivaner einna mildast og hefur hvað mestan ávöxt. Það er tilvalið í t.d. fordrykki og er öruggt að það móðgar engan. Rivaner nefnist þrúgukynblendingur sem opinberlega heitir Müller-Thurgau og er frá árinu 1882 en þá voru ræktaðar saman þrúgurnar riesling og silvaner. Þorri segir vínið meðalbragðmikið og ekki ósvipað tilþrifaminni hvítvínum frá Alsace í stíl. Létt og einfalt með keim af peru, melónu og greipaldini.
Verð í Vínbúðum 1.090 kr.
Af visir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin