Uncategorized
Riesling eins og það gerist hvað best

Þýsku vínin Palts hafa vakið mikla athygli í Vínbúðum. Þau þykja einkar góð kaup enda nýbúið að lækka verðið á þeim og kosta nú 1.090 kr.
Palts Riesling er riesling vín eins og þýsk riesling vín gerast hvað best.
Þetta Riesling-vín frá Pfalz í Þýskalandi er fulltrúi nýrrar kynslóðar af matarvænni og þurrari vínum, sem hafa komið fram á undanförnum áratug eða svo, og er því ætlað að leiða þýska víngerð úr þeim ógöngum sem hún var (og er) komin í… Þurrt og Alsace-legt hvítvín sem er gott með meðalþungum fiskréttum og salati en einnig sem fordrykkur. segir Þorri Hringsson í umsögn sinni í Gestgjafanum.
Palts Weissburgunder er mjög gott sem fordrykkur en einnig sem veisluvín og það gengur í flesta. Um vínið segir Þorri: Þrúgan wiessburgunder er líklega þekktari undir nafninu pinot blanc og er ræktuð víða í Frakklandi en þó helst í Alsace þar sem hún er ýmist notuð ein og sér eða í Edelzwicker-blöndur. Þetta vín er upprunnið í héraðinu Pfalz og er góður fulltrúi hins nýja, þýska víngerðarstíls sem á sér einmitt fyrirmynd í Alsace eða þá í Austurríki þar sem kröfur manna um þurr hvítvín aukast en smekkur fyrir hinum hefðbundnu hálfsætu vínum hefur heldur dvínað.
Af þeim þremur hvítvínum sem Palts býður upp á er Rivaner einna mildast og hefur hvað mestan ávöxt. Það er tilvalið í t.d. fordrykki og er öruggt að það móðgar engan. Rivaner nefnist þrúgukynblendingur sem opinberlega heitir Müller-Thurgau og er frá árinu 1882 en þá voru ræktaðar saman þrúgurnar riesling og silvaner. Þorri segir vínið meðalbragðmikið og ekki ósvipað tilþrifaminni hvítvínum frá Alsace í stíl. Létt og einfalt með keim af peru, melónu og greipaldini.
Verð í Vínbúðum 1.090 kr.
Af visir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





