Markaðurinn
Reynslan og töfrarnir á bakvið jólavörurnar í Hafinu
Viðtal við Loga Brynjarsson matreiðslumeistara sem rekur framleiðslueldhús Hafsins Fiskverslunar.
Logi Brynjarsson á eins árs starfsafmæli hjá Hafinu fiskverslun og rekur framleiðslueldhús fyrirtækisins með pompi og prakt. Logi hefur áður starfað á mörgum þekktum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu en þar ber helst að nefna Höfnina, við Reykjavíkurhöfn. Logi kláraði matreiðslusamning sinn hjá Hótel Holti.
Hvernig kviknaði áhugi þinn af matreiðslu?
Ég ólst upp í kringum þetta allt saman, afi minn starfaði sem bryti á Gullfossi, mamma mín er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku og pabbi er matreiðslumeistari. Saman stofnuðu þau fyrirtækið Veisluna veitingahús og það er ennþá í gangi í dag.
Hversu lengi hefur þú starfað í matreiðslugeiranum?
Ég byrjaði að vinna í eldhúsinu hjá Veislunni, vann þar við að flokka pinna fyrir snitturnar, flokka alla litina. Á sama tíma var ég einnig í uppvaskinu, það lítill að ég þurfti að standa á kjöt- eða fiskikössum til þess að ná upp í vaskinn.
En ég byrjaði að vinna í eldhúsi þegar ég var 12 ára gamall og svo byrjaði ég að læra 15 ára. Þannig að í ár hef ég starfað í kokkagallanum í 15 ár. Það kom í rauninni aldrei neitt annað til greina, ég tel mig vera ágætan matreiðslumann og sé alltaf fram á að verða betri og reyndari á hverju ári. Það er frábært að fá að starfa við eitthvað sem maður hefur ástríðu fyrir.
Ég vil færa það yfir á allar vörur sem ég framleiði, hvort sem það er humarsúpa, reyktur- og grafinn lax, eða hvað sem er. Hvort sem er í kokkagallanum eða heima með fjölskyldunni. Ég reyni alltaf að gera mitt besta.
Hvernig gengur að undirbúa jólin hjá Hafinu Fiskverslun?
Það gengur mjög vel að undirbúa hjá Hafinu, framleiðslueldhúsið var frekar nýlegt hjá okkur þegar ég byrjaði og hugmyndirnar, ferlarnir og vörunar voru allar ennþá í ákveðnu þróunarferli.
Ég lagaði margar uppskriftir og bjó til margar nýjar. Þar á meðal stærstu vörurnar okkar fyrir jólatímabilið sem eru reykti- og grafni laxinn, piparrótarsósa með reykta og graflaxsósu með þeim grafna, ásamt humarsúpunni okkar.
En þar er ekki allt upptalið því við framleiðum flest allar vörur sjálfir sem lesendum gæti vantað fyrir jólahátíðina. Við gerum margar tegundir af sósum, okkar eigið rúgbrauð, tvær tegundir af síld og margt fleira.
Mig langar að deila með lesendum uppskrift af humarsúpu, en það er smá hængur á, þessi uppskrift fylgir humarsúpunni okkar frá Hafinu og gengur því best ef hún er versluð frá Hafinu. Súpan fæst einnig í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og Melabúðinni í Vesturbæ Reykjavíkur, ásamt reykta og grafna laxinum okkar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu