Vertu memm

Uppskriftir

Reykt ýsa, kartöflur og rúgbrauð

Birting:

þann

Reykt ýsa, kartöflur og rúgbrauð

Reykt ýsa

Aðferð:
Sett á bakka og elduð á 55 °C í 20 mínútur.

Kartöflu og eplasalat

Hráefni:
1 stk. bökunarkartafla ½ grænt epli
1 stk. skalottlaukur
piparrót
salt
majónes

Aðferð:
Skrælið og skerið kartöflur í teninga, eldið þar til þær eru mjúkar, epli skrælt og skorið í sömu stærð og kartöflurnar, blandað saman við lauk og majónes þar til majónesið hjúpar allt.

Smakka til með salti og piparrót.

Rúgbrauð-scrumble

Rúgbrauð unnið í matvinnsluvél, bakað með olíu og salti við 160 °C í 20 mín.

Dillolía

200 g dill
200 g olía

Aðferð:
Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.

Radísur

Skornar þunnt með eldhúsmandólíni og settar í vatn.

Fiskisósa

5 stk. fennel ½ græn epli
1 skalottlaukur
1 geiri hvítlaukur
1 búnt sítrónugras
3 anisstjörnur
10 g fennelfræ
10 g svört piparkorn
2 sítrónur, safinn og börkurinn
500 g hvítvín
1 l rjómi
250 g smjör
500 g fiskisoð

Aðferð:
Allt skorið fínt og svitað vel og lengi, hvítvíni bætt við og soðið niður, svo fiskisoðið og soðið niður, að lokum rjómi soðinn aðeins niður og smjörinu pískað saman við, smakkað til með salti.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari

Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið