Vertu memm

Veitingarýni

Reykjavík calling, Orange 12 points

Birting:

þann

Þórarinn Eggertsson

Chef Þórarinn Eggertsson

Okkur hjá Freisting.is var boðið að koma og upplifa með eigin augum og öðrum líkamshlutum, hvað þeir Orange menn væru að sýsla með, og hér kemur niðurstaðan í máli og myndum.

Staðnum hefur verið gjörbyllt, breyttur inngangur á staðinn, allt miklu stílhreinna, ljós og litir sterkir þættir í innréttingunni og gefa honum róandi yfirbragð, að okkar mati til hins betra fyrir staðinn.

Þá hófst veislan og runnu réttirnir hver á fæti öðrum á borðið, og hurfu jafnharðan af því, og vorum við mjög sammála í áliti okkar, og hafði Matti á orði að þessi matur væri ekki lódaður í einhverjum kóka kóla sósum, Jakob á Horninu hefur oft spurt mig hvort það sé möguleiki að gera mér til hæfis, Jakob nú er svarið komið og það er Orange.

Ég hef nú verið þekktur meðal annars fyrir að geta sett út á matinn og ekki skort lýsingarorð í þeim tilfellum en nú kvað við annan tón, kallinn var orðlaus með öllu.  Brögin í öllum réttunum mjög tær og nutu sín út í ystu æsar, uppsetningin hrein snilld, þjónustan létt og fáguð, og „matchaði“ alveg við ímyndina sem þeir hafa skapað.

Eitt er það sem staðurinn leggur mikið upp úr en það eru blessuð smáatriðin sem oft vilja gleymast og verða menn bara að mæta á svæðið til að upplifa þau og ég get lofað ykkur að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Þetta var klárlega sú albesta máltíð sem ég hef snætt á Íslandi fyrr og síðar, og hef ég einungis upplifað þessa tilfinningu á matsölustað tvisvar áður í fyrra skiptið á Hotel Acura í Amsterdam ( chef Wynand Vogel ) annað skiptið Le Manoir aux Quat´Saisons Oxford (Chef Agnar Sverrisson ) og nú Orange Reykjavík ( Chef Þórarinn Eggertsson )

Til Hamingju eigendur Orange.

Smellið hér til að skoða myndir.

Myndir: Matthías Þórarinsson

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið