Frétt
Reykjanesbær og Skólamatur ehf. undirrita samning

Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma.
F.v.: Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla.
Reykjanesbæjar og Skólamatur ehf. hafa undirritað samning um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar að undangengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með.
Tvö tilboð bárust í útboðið, annað frá ISS Ísland ehf. að upphæð kr. 624.832.598.- og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291.
Skólamatur hefur undanfarin 12 ár þjónustað skólamötuneyti grunnskóla Reykjanesbæjar. Í fréttatilkynningu segir að samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar um eitt ár eða að hámarki til 5 ára.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn