Freisting
Red chili stækkar við sig
Fyrir rúmlega ári síðan eða nánar tiltekið 6 janúar 2005 opnaði staðurinn Red Chili sem er staðsettur í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 og náði staðurinn gífurlega vinsælda á svo stuttum tíma. Núna ætlar Red Chili að koma sér fyrir í miðbænum eða nánar tiltekið við Pósthússtræti 13 (áður Póstbarinn).
Helgi Guðmundsson, eigandi Póstbarsins hefur þar af leiðandi lagt niður reksturinn og hefur sameinast við eigendur Red Chili.
Eigendur staðanna Red Chili við Laugaveg og Pósthústræti eru:
Sigurður garðarsson
Þröstur Magnússon (að öðru nafni Ofurborgarinn)
Helgi Guðmundsson
Framkvæmdir hófust síðastliðin sunnudag á nýja staðnum við Pósthústræti og var allt tekið í gegn, þ.e.a.s. parket lagt á gólfin, nýr og glæsilegur bar, allt málað, eldhúsið tekið í gegn, svo eitthvað sé nefnt. Sem sagt, nýr og ferskur veitingastaður sem bætist við veitingahúsaflóruna í miðbæ Reykjavíkur.
Opnunartími Red Chili við Pósthústræti 13 verður til klukkan 03°°° um helgar með skemmtilegri salsa stemmningu.
Á morgun föstudaginn 3 mars, verður síðan formleg opnun kl; 17°°-21°° og verður staðurinn opinn til kl; 03°°.
Allir velkomnir!
Heimasíða Red Chili: www.redchili.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt