Uncategorized
Rauðvín klámmyndastjörnu slær í gegn

Bandaríska klámmyndastjarnan Savanna Samson, réttu nafni Natalie Oliveros, hefur slegið óvænt í gegn og þá ekki fyrir vafasama leiklist heldur rauðvín sem hún lagði við nafn sitt og andlit. Einn virtasti víngagnrýnandi heims, Robert Parker, gaf víninu 90-91 stig af 100 mögulegum í einkunn í gagnrýni sinni. Klámmyndastjarnan virðist því hafa haslað sér völl á nýju og virðulegra sviði.
Oliveros segist ekki hafa ráðist í verkefnið af léttúð heldur þótt það áskorun, enda vínframleiðandinn, Robert Cipresso, virtur í sínu fagi. Hún hafi sannfært Cipresso um að ráðast í verkefnið, en hann er m.a. einn af vínsölum þeim sem birgja Páfagarð í Róm.
Oliveros hélt til Toscana-héraðs á Ítalíu og smakkaði þar tugi víntegunda Cipresso. Að lokum valdi hún eitt og pantaði 400 kassa. Vínið heitir Sogno Uno og er frá 2004 en á flöskunum er mynd af klámmyndastjörnunni í gegnsæjum náttkjól. Víngagnrýnandinn sem lofaði vín Oliveros er einn sá áhrifamesti í heimi og segir hann vínið framúrskarandi. Parker tók það fram í gagnrýni sinni að myndin á flöskunni hefði ekki haft áhrif á dóminn.
Oliveros, eða Samson eins og hún heitir í klámmyndabransanum, er afar vinsæl og hlaut m.a. verðlaun sem besta leikkonan á klámmyndaverðlaunahátíð AVN, sem Reuters segir jafnast á við Óskarsverðlaunin í þeim geira. Samson segir foreldra sína aldrei hafa jafnað sig á því áfalli að dóttir þeirra væri klámmyndaleikkona en nú geti þau vonandi verið stolt af henni.
Af mbl.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





