Vertu memm

Freisting

Rannsaka hversu miklu magni matvæla er hent

Birting:

þann

Árlega er hent gífurlegu magni af matvælum úr verslunum, ýmist vegna rangra innkaupa eða vegna þess að varan er útrunnin. Þetta kemur niður á umhverfinu og kostar miklar fjárhæðir, samkvæmt tilkynningu frá Norðurlandaráði. Norræna ráðherranefndin, samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna, ætlar nú að láta rannsaka hversu mikið af matvælum er hent og hvernig koma megi í veg fyrir það.

Það er úrgagnshópur Norrænu ráðherranefndarinnar sem sér um verkefnið. Markmiðið er að kynna niðurstöður þess í lok árs 2010.

Í lokaskýrslu er m.a. reiknað með að fram komi upplýsingar um hve miklu magni af matvælum sé fargað í hverju landi fyrir sig og að lagt verði mat á afleiðingar þess að draga úr  því. Verkefninu er ætlað að setja fram  góð dæmi og hugmyndir um aðgerðir, hvort heldur  fyrir verslanir eða stjórnvöld, til að afstýra því að  matvælum sé hent.  Rannsóknin mun einnig nýtast aðildarríkjum ESB við endurskoðun þeirra á tilmælum um úrgang.

Greint frá á Mbl.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið