Vertu memm

Freisting

Rándýr pítsa

Birting:

þann

Enski stjörnukokkurinn Gordon Ramsey hefur það nú á samviskunni, að ekki er lengur hægt að setja samasemmerki á milli pítsu og tiltölulega ódýrs skyndibita.

Ramsey á matsölustaðinn Maze við Grosvenortorg í miðborg Lundúna. Fyrr á þessu ári lýsti Ramsey því yfir að hann ætlaði að búa til þá stórkostlegustu pítsu sem nokkru sinni hefði sést. Nú er pítsan komin út úr ofninum og á matseðil Maze. Þótt pítsan láti ekki mikið yfir sér hljóta gestir að glenna augun upp yfir verðinu því skammturinn kostar jafnvirði 14 þúsund króna.

Að sögn fréttavefjar Aftonbladet er skýringin á verðinu aðallega sú, að á pítsuna eru notaðir Umbria-jarðsveppir en kílóið af þeim kostar um 180 þúsund krónur.

Gordon Ramsey varð árið 2001 annar Bretinn, sem fékk þrjár Michelin-stjörnur. Aftonbladet segir að fræga fólkið sæki gjarnan Maze veitingahúsið og þau David og Victoria Beckham séu meðal fastagesta á staðnum. Það sé þó vissara fyrir gesti að haga sér vel: Ramsey er sagður skapbráður og eitt sinn henti hann leikkonunni Joan Collins út af staðnum.

Birt á mbl.is

 

Auðunn Valsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið