Freisting
Rándýr pítsa
Enski stjörnukokkurinn Gordon Ramsey hefur það nú á samviskunni, að ekki er lengur hægt að setja samasemmerki á milli pítsu og tiltölulega ódýrs skyndibita.
Ramsey á matsölustaðinn Maze við Grosvenortorg í miðborg Lundúna. Fyrr á þessu ári lýsti Ramsey því yfir að hann ætlaði að búa til þá stórkostlegustu pítsu sem nokkru sinni hefði sést. Nú er pítsan komin út úr ofninum og á matseðil Maze. Þótt pítsan láti ekki mikið yfir sér hljóta gestir að glenna augun upp yfir verðinu því skammturinn kostar jafnvirði 14 þúsund króna.
Að sögn fréttavefjar Aftonbladet er skýringin á verðinu aðallega sú, að á pítsuna eru notaðir Umbria-jarðsveppir en kílóið af þeim kostar um 180 þúsund krónur.
Gordon Ramsey varð árið 2001 annar Bretinn, sem fékk þrjár Michelin-stjörnur. Aftonbladet segir að fræga fólkið sæki gjarnan Maze veitingahúsið og þau David og Victoria Beckham séu meðal fastagesta á staðnum. Það sé þó vissara fyrir gesti að haga sér vel: Ramsey er sagður skapbráður og eitt sinn henti hann leikkonunni Joan Collins út af staðnum.
Birt á mbl.is
Auðunn Valsson

-
Keppni15 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við