Freisting
Rándýr pítsa
Enski stjörnukokkurinn Gordon Ramsey hefur það nú á samviskunni, að ekki er lengur hægt að setja samasemmerki á milli pítsu og tiltölulega ódýrs skyndibita.
Ramsey á matsölustaðinn Maze við Grosvenortorg í miðborg Lundúna. Fyrr á þessu ári lýsti Ramsey því yfir að hann ætlaði að búa til þá stórkostlegustu pítsu sem nokkru sinni hefði sést. Nú er pítsan komin út úr ofninum og á matseðil Maze. Þótt pítsan láti ekki mikið yfir sér hljóta gestir að glenna augun upp yfir verðinu því skammturinn kostar jafnvirði 14 þúsund króna.
Að sögn fréttavefjar Aftonbladet er skýringin á verðinu aðallega sú, að á pítsuna eru notaðir Umbria-jarðsveppir en kílóið af þeim kostar um 180 þúsund krónur.
Gordon Ramsey varð árið 2001 annar Bretinn, sem fékk þrjár Michelin-stjörnur. Aftonbladet segir að fræga fólkið sæki gjarnan Maze veitingahúsið og þau David og Victoria Beckham séu meðal fastagesta á staðnum. Það sé þó vissara fyrir gesti að haga sér vel: Ramsey er sagður skapbráður og eitt sinn henti hann leikkonunni Joan Collins út af staðnum.
Birt á mbl.is
Auðunn Valsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina