Freisting
Ragnar útnefndur Hótelstjóri ársins í Noregi
Ragnar Pálsson (miðjunni) fær tvær vikur á áframhaldandi nám í Bandaríkjunum í verðlaun. Með á mynd Ådne Skurdal, Cornell Hotel og Sidsel Haavardtun, framkvæmdastjóri Rica hótel
Ragnar Freyr Pálsson var á síðastliðið fimmtudagskvöld útnefndur Hótelstjóri ársins í Noregi við hátíðarathöfn í Stavanger.
Ragnar lærði framreiðslu á Hótel Sögu og útskrifaðist 1995 meistari Trausti Víglundsson.
Það var fljótt ljóst hvað í Ragnari bjó því á námstímanum hlaut hann gullverðlaun ásamt Brynju Guðnadóttur, þá bæði nemar á Hótel Sögu, í keppni Norrænna framreiðslunema sem fram fer ár hvert. Þjálfari þeirra var Trausti Víglundsson. Einnig hlaut Ragnar verðlaun fyrir góða árangur við útskrift frá Hótel- og veitingaskóla Íslands.
Ragnar hélt til Noregs ásamt unnustu sinni Telmu Björk Bárðardóttir strax eftir útskrift á vit nýrra markmiða og sá fljótlega að til að fá góðan grunn til frekari árangurs væri best að nema matreiðslu. Sem hann og gerði undir stjórn Rúnars Guðmundssonar á Gamla Spiseriet í Gjövik. Þaðan útskrifaðist Ragnar sem matreiðslumaður árið 1997 og hóf þá störf sem veitingastjóri á Hotel Britannia í Trondheim (Þrándheimi).
Þar öðlaðist Ragnar mikla reynslu og má þess geta að Hótel Britannia, sem opnaði 1897 og er í eigu sömu ættar frá upphafi, sér um allar veislur sem konungsfjölskyldan heldur er tengjast brúðkaupum og skírnum því þær fara fram í Niðarósdómkirkjunni í Trondheim. Ragnar starfaði á Íslandi á árunum 1999-2001 og notaði tækifærið og tók meistarapróf frá Hótel- og matvælaskólanum í MK bæði í framreiðslu og matreiðslu.
Hann hóf aftur störf á Hotel Britannia árið 2001 sem Food and Beverage manager og starfaði þar fram að ráðningu sem hótelstjóri á Rica Seilet í Molde 2007. Ragnar nam rekstur og stjórnun við hótelskólann í Stavanger.
Mynd: rbnett.no/Rica hótel

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?