Vertu memm

Freisting

Ragnar útnefndur Hótelstjóri ársins í Noregi

Birting:

þann


Ragnar Pálsson (miðjunni) fær tvær vikur á áframhaldandi nám í Bandaríkjunum í verðlaun. Með á mynd Ådne Skurdal, Cornell Hotel og Sidsel Haavardtun, framkvæmdastjóri Rica hótel

Ragnar Freyr Pálsson var á síðastliðið fimmtudagskvöld útnefndur Hótelstjóri ársins í Noregi við hátíðarathöfn í Stavanger.

Ragnar lærði framreiðslu á Hótel Sögu og útskrifaðist 1995 meistari Trausti Víglundsson.

Það var fljótt ljóst hvað í Ragnari bjó því á námstímanum hlaut hann gullverðlaun ásamt Brynju Guðnadóttur, þá bæði nemar á Hótel Sögu, í keppni Norrænna framreiðslunema sem fram fer ár hvert. Þjálfari þeirra var Trausti Víglundsson. Einnig hlaut Ragnar verðlaun fyrir góða árangur við útskrift frá Hótel- og veitingaskóla Íslands.

Ragnar hélt til Noregs ásamt unnustu sinni Telmu Björk Bárðardóttir strax eftir útskrift á vit nýrra markmiða og sá fljótlega að til að fá góðan grunn til frekari árangurs væri best að nema matreiðslu. Sem hann og gerði undir stjórn Rúnars Guðmundssonar á Gamla Spiseriet í Gjövik. Þaðan útskrifaðist Ragnar sem matreiðslumaður árið 1997 og hóf þá störf sem veitingastjóri á Hotel Britannia í Trondheim (Þrándheimi).

Þar öðlaðist Ragnar mikla reynslu og má þess geta að Hótel Britannia, sem opnaði 1897 og er í eigu sömu ættar frá upphafi, sér um allar veislur sem konungsfjölskyldan heldur er tengjast brúðkaupum og skírnum því þær fara fram í Niðarósdómkirkjunni í Trondheim. Ragnar starfaði á Íslandi á árunum 1999-2001 og notaði tækifærið og tók meistarapróf frá Hótel- og matvælaskólanum í MK bæði í framreiðslu og matreiðslu.

Hann hóf aftur störf á Hotel Britannia árið 2001 sem Food and Beverage manager og starfaði þar fram að ráðningu sem hótelstjóri á Rica Seilet í Molde 2007. Ragnar nam rekstur og stjórnun við hótelskólann í Stavanger.

Greint frá á Bar.is

/Smári

Mynd: rbnett.no/Rica hótel

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið