Bocuse d´Or
Ragnar Ómarsson næsti Íslenski Bocuse d´Or kandítat
Bocuse d´Or Academie Islande hefur ákveðið hver verður næsti Íslenski keppandi í Bocuse d´Or og er það enginn en annar Ragnar Ómarsson.
Ragnar hefur reynslu að þátttöku í Bocuse d´Or en hann keppti árið 2005 og lenti þar í fimmta sæti. Bocuse d´Or hefur heldur betur breytt hjá sér fyrirkomulaginu, en í stað þess að keppt er á tveggja ára millibili einsog hefur tíðkast síðastliðin 20 ár, þá hefur verið sett í gagnið keppnin Bocuse d´Or Europe sem er einskonar undankeppni og fer hún fram í Stavanger í Noregi dagana 1-2 júlí á næsta ári 2008, en sjálf aðalkeppnin verður haldin á sínum stað í Lyon í Frakklandi og verður að þessu sinni árið 2009.
Ragnar þarf að vera í topp sjö sætum af Evrópuþjóðum í Bocuse d´Or Europe á næsta ári til að fá keppnisrétt í Bocuse d ´Or 2009. Fimm efstu þjóðir frá síðustu keppni þ.e.a.s. Frakkland, Danmörk, Sviss, Noregur og Svíþjóð eru nú þegar með keppnisrétt í aðalkeppnina, en keppa samt í Bocuse d´Or Europe 2008.
Grunnhráefnið í Bocuse d´Or Europe er lax og lamb frá Noregi, en ekki er búið að ákveða grunnhráefnið í sjálfa aðalkeppnina.
Heimasíða Bocuse d´Or Academie Islande: www.bocusedor.is
Heimasíða Bocuse d´Or: www.bocusedor.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics