Frétt
Ragnar Ómars til Suður Afríku
Ragnar Ómarsson, landsliðs- og framtíðarkokkur Íslands er á leið í matreiðslukeppni í Johannesborg í Suður Afríku sem ber nafnið One World og verður hún haldin 19. mars næstkomandi.
Ævintýraferðin hefst á föstudaginn 16. mars og er heimkoma 21. mars og með í för eru sigurvegararnir úr keppninni um Matreiðslunema ársins 2006 þeir Guðlaugur P. Frímannsson og Gústav Axel Gunnlaugsson. Þeir fengu á sínum tíma sérstök aukaverðlaun og voru þau veitt af Klúbbi Matreiðslumeistara á Íslandi og Klúbbi Matreiðslumeistara í Suður-Afríku og einnig eru þeir Gissur Guðmundsson og Bjarni G. Kristinsson með í ævintýraferðinni miklu.
Matseðillinn hjá Ragnari er eftirfarandi:
Forréttur
Fried scallops with cauliflower puré, tomato and pepperdew salsa and pepperdew-shellfish sauce
Aðalréttur
Ostrich filled wrapped in parmaham with creamed wild mushrooms, estragon potatoes and madeira sauce
Eftirréttur
One bar spread-chocolate mousse on crispy bottom with capegooseberry parfait
Fréttamaður náði tali af honum Ragnari þar sem hann var í óða önn að undirbúa sig fyrir ævintýrferðina og spurðist fyrir um hráefnið sem er verið að fara keppa í ofl.
„Þetta er fyrirfram ákveðið hráefni sem þarf að nota og er það vægast til mjög sérstakt, en þetta á allt að vera hráefni frá Suður Afríku, t.a.m. forrétturinn skal vera 40% pepperdew, sem er einhverskonar chili og taktu við því, að þeir vilja hafa 40% af því.
Í aðalrétt er Ostrich sem við þekkjum hér undir íslenska nafninu Strútur. Í eftirrétt er síðan Kökukrem, sem heitir Bar-one chocolate spread og þá það að vera 30%, en það er ekki til á Íslandi, svo að það hefur verið töluvert erfitt að æfa það, en ég leysi það að hætti Framtíðarkokkana“, sagði Ragnar glettinn.
Já, það má með sanni segja að Ragnar eða Raggi eins og hann er kallaður sé ekki mikið stressaður yfir því að fara að keppa með hráefni sem ekki hefur verið mikið æft í þar sem léttleikinn var í fyrirúmi hjá honum í spjallinu. Raggi kemur til með að vera fulltrúi Íslands, sem er jafnframt að keppa fyrir hönd Evrópu í matreiðslukeppninni One World.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi