Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ragnar Ómars bætist í starfslið fótboltalandsliðs Íslands í Tékklandi

Birting:

þann

Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson

Verðlaunakokkurinn Ragnar Ómarsson mun bætast í starfslið íslenska fótboltalandsliðsins í Plzen í Tékklandi, en liðin mætast þar í undankeppni EM 2016 þann 16. nóvember næstkomandi.  Leikurinn fer fram á Struncovy Sady Stadion (Doosan Arena) í Plzen  og hefst kl. 20:45 að staðartíma.

Það er vel þekkt meðal stærri liða að hafa kokk í teymi sínu enda mataræðið afskaplega mikilvægur þáttur í lífi afreksmanna í íþróttum, að því er fram kemur á fotbolti.net.

Ragnar þekkir það sjálfur að vera í landsliði þar sem hann gerði góða hluti í kokkalandsliðinu á sínum tíma.

Ragnar mun taka eitthvað af íslensku hráefni með sér til Tékklands fyrir strákana en um er að ræða afar mikilvægan leik í undankeppni Evrópmótsins, segir að lokum á fotbolti.net.

 

Mynd: úr safni

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið